FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Eyrnamerktar flugur

    13. mars 2019
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Það hefur lengi tíðkast að eyrnamerkja ákveðnar flugur ákveðnum tegundum fiska. Við þekkjum flugur sem eru seldar sem laxaflugur og við þekkjum flugur sem eru eyrnamerktar silungaflugur. Það getur verið hin ágætasta skemmtun að bera þessar tvær gerðir flugna saman og þá kemur nú stundum sitthvað skemmtilegt í ljós.

    Tökum sem dæmi Black Ghost, þessa víðfrægu flugu Herbert L. Welch frá árinu 1927. Hverjum hefði dottið í hug að þessi laxafluga væri jafn gjöful í silungs eins og raun ber vitni. Já, það er fyrst minnst á Black Ghost sem salmon fly en guði sé lof datt einhverjum í hug að setja hana undir í bleikju og gerði góða veiði. Trúlega var einhver þá þegar búinn að setja hana undir fyrir urriða og væntanlega gert álíka góða hluti. Góður kunningi minn fussar reyndar ítrekað þegar rætt er um sérstakar laxaflugur og sérstakar silungaflugur. Segir að fiskurinn hafi ekki hugmynd um þessa mannlegu múra sem byggðir hafa verið utan um flugur og því ekkert að marka þetta, fiskur tekur flugu óháð því í hvaða flokk mannskeppnan hefur sett hana, svo lengi sem hún höfðar til hans.

    Mér fannst áberandi í sumar  sem leið að laxaflugan Green Butt væri nefnd sem gjöful fluga í lax. Ég trúi því alveg að þessi fluga hafi gefið, því á sama tíma tók ég nokkra væna urriða á svartan Nobbler með grænum rassi. Nú ætla ég ekki að birta myndir af þessum flugum, aðeins lýsingu í grófum dráttum; svartur búkur með silfurvöfum sem endar í neongrænum rassi, svartur vængur sem nær búklengd aftur fyrir krók. Nú má hver sem er geta sér til um hvora fluguna þessi lýsing á betur við.

    Upp úr miðju síðasta tímabili fór ég í nokkur vötn þar sem silfurlituð hornsíli voru nokkuð áberandi. Ég rótaði í boxunum mínum og fann nokkra Dýrbíta sem svöruðu þokkalega til útlits þessara hornsíla, þó ekki alveg, en þeir gerður sitt gagn og við veiðifélagarnir veiddum ágætlega. Í haust fór ég síðan á stúfana á netinu og leitaði að flugum sem samsvöruðu betur þessum hornsílum sem ég rakst á. Nú veit ég ekki hve margir lesenda hafa stundað sjóstöng, hvað þá í Karíba- eða Kyrrahafinu, en ég rakst á mjög girnilega flugu sem mig langar að prófa, verst er að hún er eyrnamerkt Bonefish og slík skeppna er barasta ekki til hér á landi og samkvæmt því ætti þessi fluga ekki að gefa mér neitt í íslenskum vötnum.

    Ég er nú samt tilbúinn að láta á þetta reyna og hef hnýtt nokkrar svona flugur og ætla að prófa þær á íslenskum urriðum og bleikjum næsta sumar, kannski hafa þessir fiskar bara ekki hugmynd um að þessar flugur séu ætlaðar í alsendist óskilda fisktegund úr hlýsjó sunnanundan miðbaug jarðar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Intermediate línur

    6. mars 2019
    Línur og taumar

    Upp

    Forsíða

    Það er ekkert leyndarmál að eftir að ég komst í kynni við hægsökkvandi línur, þ.e. intermediate þá hefur verulega dregið úr álagi á flotlínurnar mínar. Þegar þetta er ritað, þá á ég tvær mismunandi hægsökkvandi línur; slow intermediate sem sekkur um 0,5 tommu á sek. og fast intermediate sem sekkur um 1,5 tommur á sek. Báðar eru þær WF (e: weight forward) þannig að það er nánast enginn munur á að kasta þeim m.v. hefðbundna flotlínu. Þyngd þessara lína er í raun lítið meiri en flotlínu, en eiginleikum þeirra til að sökkva undir yfirborð vatnsins er fyrst og fremst náð með því að hafa línuna grennri þannig að hún sker yfirborðið.

    Það eru einnig til þær hægsökkvandi línur þar sem þessum eiginleikum er fyrst og fremst náð með því að bæta tungsten eða öðrum þungum ögnum í kápuna, en þá eru þær yfirleitt sverari og virka til muna þyngri í kasti heldur en flotlínur.

    Þá fyrri finnst mér tilvalið að nota fyrir t.d. votflugur eða léttar púpur sem ég vil veiða 10 – 15 sm. undir yfirborðinu, sérstaklega þegar einhver vindur er á vatninu sem hrakið gæti línuna til.

    Þá hraðari nota ég reyndar mest. Ræður þar mestu að hún sekkur jafnt og vel og ég þarf þarf ekki að bíða lengi þar til hún hefur náð kjördýpt hornsíla og flestra tegunda púpa. Þar sem straums gætir, svo fremi að hann er ekki of mikill, þar kemur fast intermediate línan að svipuðum notum og hrað- eða framsökkvandi sökklína í stríðum straumi. Kemur flugunni vel niður áður en straumurinn tekur línuna og framkallar óeðlilegt drag og hrifsar þannig fluguna af því svæði sem ég vil veiða hana á.

    Síðan skemmir það auðvitað ekki að þar sem þessar intermediate línur mínar eru töluvert mjórri heldur en hefðbundin flotlína, þá taka þær minni vind á sig, sem er ótvíræður kostur á landi eins og Íslandi.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fjórleikur mýflugunnar 4:4

    27. febrúar 2019
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Lokaþáttur fjórleiksins greinir frá afdrifum þeirra flugna sem ná að brjótast upp úr vatninu, verða að fulltíða einstaklingum í afar skamman tíma.

    Lokastig lífsferils mýflugunnar er vitaskuld fullvaxta fluga. Þá erum við farin að tala um örsmáar þurrflugur sem sitja á yfirborði vatnsins, nýta sér yfirborðsspennuna og líkja þá eftir flugum sem annað hvort hafa ný lokið við að brjótast út úr púpunni eða eru á síðustu augnablikum ævinnar þegar þær koma til baka út á vatnið til að leggja grunninn að næstu kynslóð, verpa. Þetta síðasta lífsstig mýflugunnar varir einna skemmst af öllum fjórum stigunum og varir að öllu jöfnu ekki nema dag eða nokkra daga. Fljótlega eftir að flugan tekur á sig fullvaxta mynd, makar hún sig og verpir eggjum næstu kynslóðar í vatnið.

    Veiðimenn geta því nýtt sér tvenn tækifæri til að egna fyrir fisk þegar flugan hefur náð fullum vexti; þegar hún hvílir á vatninu eftir að hafa brotist úr út púpunni og þegar hún kemur aftur og verpir. Hvoru tveggja varir aðeins í afar skamma stund og því er eins gott að vita nákvæmlega hvar þurrflugan er í boxinu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fjórleikur mýflugunnar 3:4

    20. febrúar 2019
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Í öðrum þætti fjórleiksins var fjallað um púpur mýflugunnar á meðan hún þroskast, dvelst í vatninu og leitar upp að yfirborðinu. Færist nú fjör í leikinn og dramað tekur völdin.

    Þegar upp að yfirborðinu kemur verður á vegi mýflugunnar sá veggur sem reynist þeim einna erfiðastur á lífsferlinum, yfirborðsspenna vatnsins. Í gegnum þessa filmu verður púpa að brjótast til að komast á fjórða og síðasta lífsstig sitt, verða að flugu. Yfirborðsspenna vatns fer minnkandi með hækkuðu hitastigi og því er það að við sjáum aukningu í mýi þegar heitt er í veðri og púpurnar eiga auðveldara með að brjótast i gegnum vatnsfilmuna. Að sama skapi eiga púpurnar erfiðara með að brjótast i gegnum filmuna ef yfirborðskæling (vindur) eykst. Undir þeim kringumstæðum má oft á tíðum sjá silung í verulegum uppitökum þegar hann nýtir sér samsöfnun púpa við yfirborðið sem ekki tekst að brjótast í gegnum filmuna. Þá er ekki úr vegi að veiðimenn hafi yfir að ráða s.k. emerger, þ.e. flugum sem líkjast fullþroska púpum sem hanga rétt undir yfirborði vatnsins.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Fjórleikur mýflugunnar 2:4

    13. febrúar 2019
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Í fyrsta þætti fjórleiks mýflugunnar var fjallað um blóðorminn og honum lauk með þeim orðum að fáir fiskar aðrir en ungviði eltast við staka blóðorma.

    Allt öðru máli gegnir víst með næsta lífsform mýflugunnar sem verður til í nokkrum skrefum þegar lirfan púpar sig húsinu (pípunni) sem hún hefur byggt sér á botninum. Púpur mýflugunnar geta komið fram í ýmsum litum, yfirleitt fölleitar eða brúnar á búkinn en með dekkra höfuð. Ekki má þó gleyma gulleitum og grænum púpum og sumar hverjar eru rauðleitar, jafnvel hárauðar. Litavalinu eru nánast lítil takmörk sett og fer eftir tegundum mýflugna sem eru um og yfir 80 hér á landi. Þegar púpan hefur tekið fullum breytingum, losar hún sig upp og syndir, svamlar eða einfaldlega rís upp að yfirborðinu. Það ku víst vera æði misjafnt hvernig púpan hreyfir sig, sumar hlykkjast áfram í vatninu á meðan aðrar líða um að því er virðist án nokkurrar hreyfingar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Klikkaður kragi

    11. febrúar 2019
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Það hefur færst í aukana að hnýtarar setji gúmmílappir á allar mögulegar flugur til að gera þær líflegri og þar með meira áberandi í vatninu. Ég hef séð marabou flugur eins og Nobbler og Damsel með gúmmílöppum, nokkrar þekktar púpur eins og Prince Nymph og Copper John og meira að segja klassískar straumflugur eins og Black Ghoast. Kunnugir segja mér að þessa lappir virki og fiskurinn sé hreint og klárt brjálaður í þetta.

    Í svipuðum anda hafa margir hnýtarar tekið hefðbundnar púpur og yfirkeyrt kraga á þær til að gera þær meira áberandir í vatni. Upp á ensku hafa menn kallað þessa kraga Crazy Collar og liggur þá beinast við að þýða þetta sem klikkaða kraga á íslensku.

    Red Tag

    Upphaflega byrjuðu menn að hnýta þessa bústnu kraga eingöngu úr hnakkafjöðrum þannig að þegar þeir blotnuðu og lögðust aftur með búk flugunnar, þá líktu þeir t.d. eftir húsi vorflugunnar eða þá vængjum hennar þegar hún hafði brotist út úr því. Það má eiginlega segja að þessi öfgafullu kragar eigi rætur að rekja til flugu sem kom fram á sjónarsviðið um 1850 og nefnist Red Tag, flugu sem enn það dag í dag er með þeim vinsælli og hefur eignast fjölda óskilgetinna afkvæma.

    Á síðari árum hafa menn farið að bæta glitþráðum og ýmiskonar dub efnum í kragana og þannig aukið enn við klikkunina og þeir sem reynt hafa sverja að þessar púpur gefi enn betur en upprunalegu flugurnar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 49 50 51 52 53 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar