Lokaþáttur fjórleiksins greinir frá afdrifum þeirra flugna sem ná að brjótast upp úr vatninu, verða að fulltíða einstaklingum í afar skamman tíma.
Lokastig lífsferils mýflugunnar er vitaskuld fullvaxta fluga. Þá erum við farin að tala um örsmáar þurrflugur sem sitja á yfirborði vatnsins, nýta sér yfirborðsspennuna og líkja þá eftir flugum sem annað hvort hafa ný lokið við að brjótast út úr púpunni eða eru á síðustu augnablikum ævinnar þegar þær koma til baka út á vatnið til að leggja grunninn að næstu kynslóð, verpa. Þetta síðasta lífsstig mýflugunnar varir einna skemmst af öllum fjórum stigunum og varir að öllu jöfnu ekki nema dag eða nokkra daga. Fljótlega eftir að flugan tekur á sig fullvaxta mynd, makar hún sig og verpir eggjum næstu kynslóðar í vatnið.
Veiðimenn geta því nýtt sér tvenn tækifæri til að egna fyrir fisk þegar flugan hefur náð fullum vexti; þegar hún hvílir á vatninu eftir að hafa brotist úr út púpunni og þegar hún kemur aftur og verpir. Hvoru tveggja varir aðeins í afar skamma stund og því er eins gott að vita nákvæmlega hvar þurrflugan er í boxinu.
Senda ábendingu