Flýtileiðir

Klikkaður kragi

Það hefur færst í aukana að hnýtarar setji gúmmílappir á allar mögulegar flugur til að gera þær líflegri og þar með meira áberandi í vatninu. Ég hef séð marabou flugur eins og Nobbler og Damsel með gúmmílöppum, nokkrar þekktar púpur eins og Prince Nymph og Copper John og meira að segja klassískar straumflugur eins og Black Ghoast. Kunnugir segja mér að þessa lappir virki og fiskurinn sé hreint og klárt brjálaður í þetta.

Í svipuðum anda hafa margir hnýtarar tekið hefðbundnar púpur og yfirkeyrt kraga á þær til að gera þær meira áberandir í vatni. Upp á ensku hafa menn kallað þessa kraga Crazy Collar og liggur þá beinast við að þýða þetta sem klikkaða kraga á íslensku.

Red Tag

Upphaflega byrjuðu menn að hnýta þessa bústnu kraga eingöngu úr hnakkafjöðrum þannig að þegar þeir blotnuðu og lögðust aftur með búk flugunnar, þá líktu þeir t.d. eftir húsi vorflugunnar eða þá vængjum hennar þegar hún hafði brotist út úr því. Það má eiginlega segja að þessi öfgafullu kragar eigi rætur að rekja til flugu sem kom fram á sjónarsviðið um 1850 og nefnist Red Tag, flugu sem enn það dag í dag er með þeim vinsælli og hefur eignast fjölda óskilgetinna afkvæma.

Á síðari árum hafa menn farið að bæta glitþráðum og ýmiskonar dub efnum í kragana og þannig aukið enn við klikkunina og þeir sem reynt hafa sverja að þessar púpur gefi enn betur en upprunalegu flugurnar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com