Fjórleikur mýflugunnar 3:4

Í öðrum þætti fjórleiksins var fjallað um púpur mýflugunnar á meðan hún þroskast, dvelst í vatninu og leitar upp að yfirborðinu. Færist nú fjör í leikinn og dramað tekur völdin.

Þegar upp að yfirborðinu kemur verður á vegi mýflugunnar sá veggur sem reynist þeim einna erfiðastur á lífsferlinum, yfirborðsspenna vatnsins. Í gegnum þessa filmu verður púpa að brjótast til að komast á fjórða og síðasta lífsstig sitt, verða að flugu. Yfirborðsspenna vatns fer minnkandi með hækkuðu hitastigi og því er það að við sjáum aukningu í mýi þegar heitt er í veðri og púpurnar eiga auðveldara með að brjótast i gegnum vatnsfilmuna. Að sama skapi eiga púpurnar erfiðara með að brjótast i gegnum filmuna ef yfirborðskæling (vindur) eykst. Undir þeim kringumstæðum má oft á tíðum sjá silung í verulegum uppitökum þegar hann nýtir sér samsöfnun púpa við yfirborðið sem ekki tekst að brjótast í gegnum filmuna. Þá er ekki úr vegi að veiðimenn hafi yfir að ráða s.k. emerger, þ.e. flugum sem líkjast fullþroska púpum sem hanga rétt undir yfirborði vatnsins.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com