Flýtileiðir

Fjórleikur mýflugunnar 2:4

Í fyrsta þætti fjórleiks mýflugunnar var fjallað um blóðorminn og honum lauk með þeim orðum að fáir fiskar aðrir en ungviði eltast við staka blóðorma.

Allt öðru máli gegnir víst með næsta lífsform mýflugunnar sem verður til í nokkrum skrefum þegar lirfan púpar sig húsinu (pípunni) sem hún hefur byggt sér á botninum. Púpur mýflugunnar geta komið fram í ýmsum litum, yfirleitt fölleitar eða brúnar á búkinn en með dekkra höfuð. Ekki má þó gleyma gulleitum og grænum púpum og sumar hverjar eru rauðleitar, jafnvel hárauðar. Litavalinu eru nánast lítil takmörk sett og fer eftir tegundum mýflugna sem eru um og yfir 80 hér á landi. Þegar púpan hefur tekið fullum breytingum, losar hún sig upp og syndir, svamlar eða einfaldlega rís upp að yfirborðinu. Það ku víst vera æði misjafnt hvernig púpan hreyfir sig, sumar hlykkjast áfram í vatninu á meðan aðrar líða um að því er virðist án nokkurrar hreyfingar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com