Þórisvatn

Þórisvatn er stærsta vatn landsins þó ekki sé það frá náttúrunnar hendi. Mikil breyting varð á stærð þess upp úr 1970 þegar vatninu var breytt í miðlunarlón fyrir virkjanir í Þjórsá. Fram að þeim tíma var vatnið tært hálendisvatn en í áranna rás hefur sífellt verið bætt í það jökulvatni þannig að skilyrði lífríkis í vatninu hafa að sama skapi versnað. Árin eftir miðlunarframkvæmdir var töluvert sleppt af urriða í Þórisvatn, en fyrir var nokkuð sterkur stofn urriða í vatninu sem á ættir sínar að rekja til Stóra Fossvatns í Veiðivötnum. Í það minnsta fer sögum af mjólkurbrúsaflutningum á stálpuðum urriða úr Stóra Fossvatni í Þórisvatn árið 1951. Sögur af urriða í vatninu fyrir þann tíma eru fáar, en ekki er þar með sagt að hann hafi ekki verið til staðar. Urriðasleppingar hafa meira eða minna lagst af eftir 2008 og sá stofn urriða sem er í vatninu í dag er að mestu sjálfbær og hrygnir að líkindum í tærum lækjum sem renna til vatnsins.

Rannsóknir benda til að búsvæðum urriðans í vatninu hafi fækkar verulega hin síðari ár, sérstaklega eftir tilkomu Hágöngumiðlunar 1988 þegar jökulvatni Köldukvíslar var veitt til vatnsins. Rýni minnkaði, ljós náði skemur niður í vatnið sem leiddi til þess að frumframleiðsla í vatni og á botni minnkaði og þar með æti fisksins. Miklar sveiflur í vatnshæð hafa einnig haft sín áhrif á lífríkið. Á síðari árum hefur stangveiði nánast verið bundið við Grasatanga en þó enn frekar við Austurbotna þar sem von er á tærara vatni.

Vatnið er á forræði Veiðifélags Holtamannaafréttar en sala veiðileyfa fer fram í vefsölu hjá Fishpartner.

Tenglar

Flugur

Vinstri græn
Nobbler (hvítur)
Nobbler (svartur)
Nobbler (orange)
Damsel – olvie
Flæðarmús
Humungus
Brúnn og kopar

Önnur vötn Holtamanna

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com