Dratthalavatn

Dratthalavatn er vestan Sprengisandsleiðar F26, gengt Þveröldu. Vatnið er eitt lóna Kvíslaveitna og til þess að norðaustan rennur afrennsli Kvíslavatns og frá því rennur til Sauðafellslóns um Stóraversskurð og Köldukvísl. Vatnið er að jafnaði 2.9 km2 og er í u.þ.b. 600 m.y.s. Vatnið gengur ýmist undir heitinu Dratthalavatn eða Stóraverslón, sjálfum finnst mér Dratthalavatn skemmtilegra þar sem vísað er til refs sem drattast áfram með skottið á eftir sér og þeir eru eflaust nokkrir á þessum slóðum.

Sá stofn urriða sem er í vatninu á ættir að rekja til Kvíslavatns og aðliggjandi áa og lækja sem sleppt var í á sínum tíma. Mér vitandi hefur aldrei verið sleppt fiski í Dratthalavatna eitt og sér. Veiði í vatninu hefur oft verið með ágætum, helst þar sem ferskt vatn rennur til þess og skil myndast við jökulvatnið sem ræður þar yfirleitt ríkjum.

Endurnýjunartími vatnsins er nokkuð skammur og því er töluverður straumur í því sem ber eitthvað með sér af æti sem urriðinn sækir gjarnan í. Lífríki Kvíslaveitna hefur verið rannsakað töluvert, þó síst Dratthalavatn að því er ég kemst næst.

Vatnið er á forræði Veiðifélags Holtamannaafréttar og fer sala veiðileyfa m.a. fram í Hrauneyjum.

Tenglar

Flugur

Vinstri græn
Nobbler (hvítur)
Nobbler (svartur)
Nobbler (orange)
Damsel – olvie
Flæðarmús
Humungus
Brúnn og kopar

Önnur vötn Holtamanna

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com