
Hítarvatn hefur í gegnum tíðina alltaf þótt eitt besta veiðivatns landsins og mikið mært. Mín persónulega reynsla af vatninu er nokkuð önnur, mörg önnur vötn standa mér nær hjarta þegar kemur að veiði þó það verði aldrei af þessu vatni tekið að umhverfið er fallegt og oft nokkur veðursæld á þessum slóðum.
Á árum áður var ekki óalgengt að veiðimenn færu í Hítarvatn til að fylla á matarkistuna fyrir veturinn. Eitthvað hefur dregið úr slíkum sögum og hafa menn nefnt þann möguleika að vatnsmiðlun úr vatninu hafi þar haft einhver áhrif, riðstöðvar bleikjunnar hafi í nokkur ár legið á þurru á viðkvæmasta tíma. Því miður hafa ekki neinar rannsóknir farið fram á þessu og upplýsingar um sveiflur í vatnshæð ekki verið aðgengilegar.
Veiðistaðir eru fjölmargir eins og kunnugt er og má segja að þeir nái hringinn í kringum vatnið. Gangur inn með vatninu, hvort heldur að austan eða vesta er ekki úr vegi. Gangurinn að austan getur verið nokkuð erfiður á köflum, gróft hraun og ekki allra að fóta sig neðan Foxufells þegar hátt stendur í vatninu.
Veiðileyfi er hægt að kaupa af leigutaka Hítarár og Hítarvatns, Grettistaki á vefsíðunni www.hitarvatn.is
TENGLAR
FLUGUR
MYNDIR
ÖNNUR VÖTN