Zebra Midge

Þessi fluga er eignuð Edward (Ted) Welling frá Arizona í Bandaríkjunum og sögð hafa komið fram á sjónarsviðið árið 1996. Það er engin ástæða til að efast um að Ted hafi gefið þessari flugu nafn sitt, en þegar ég sá þessa flugu fyrst, þá hélt ég að hún héti Black, Copper Bead-head og væri íslensk í húð og hár eftir Bjarna R. Jónsson og hafi komið opinberlega fram á sjónarsviðið í þeirri góðu bók Veiðiflugur Íslands árið 1997. Þessum flugum svipar óneytanlega töluvert saman þótt litum kúlu og vírs væri eitthvað víxlað.

Upprunalega var Zebra Midge hnýtt svört og silfruð, en með tíð og tíma hefur litum og afbrigðum hennar fjölgað ört, sumum gefin sérstök heiti en í grunninn eru þetta allt sömu flugurnar;  silfraðar, gylltar eða koparlitaðar í ýmsum litum.

Flugan er gjarnan hnýtt með kúlu í yfirstærð m.v. þumalputtaregluna um stærð kúlu m.v. krók, en eitthvað hefur sú tilhneiging dalað síðustu ár og kúlurnar minnkað eitthvað með tilkomu tungsten kúla.

Höfundur: Ted Welling
Öngull: grupper / emerger #12 – #20
Þráður: svartur
Vöf: silfraður vír
Búkur: þráðurinn
Haus: silfurkúla, gjarnan í yfirstærð m.v. krók

Hér má sjá Tim Flagler hnýta, því sem næst, upprunalega Zebra Midge:

Create a website or blog at WordPress.com