Frostastaðavatn

Frostastaðavatn hefur um árabil verið talið annað tveggja bestu vatna sunnan Tungnaár. Í því hefur lengi verið urriði og bleikja en hin síðari ár hefur urriðinn látið undan síga fyrir bleikjunni og hefur henni fjölgað ótæpilega hin síðari ár með þeim afleiðingum að meðalvigt hefur lækkað töluvert og ástand fiskistofnsins versnað til muna. Engu að síður er möguleiki á að setja í mjög góðan fisk innanum smælkið, en það getur tekið þó nokkrar tilraunir áður en stærri fiskur en 20 sm tekur agnið. Vatnið er í 572 metra hæð og hefur verið mælt 2,3 km2

Aðkoma að vatninu er góð, bæði að norðan (F225) og austan (F208) þar sem merkt bílastæði eru fyrir veiðimenn og aðra gesti. Dreifing fiskjar í vatninu er nokkuð jöfn, en vinsælustu veiðistaðirnir eru að norðan við bílastæðið og framundan Frostastaðahrauns þar sem oft má setja í vænar bleikjur.

Austan vatnsins er vinsælt að veiða frá bílstæðinu og inn að botni að sunnan. Ræður þar e.t.v. mestu að þar er auðvelt aðgengi. Þeir sem nenna að leggja örlítla göngu á sig halda oft áfram inn í hraunið við suðurenda þess, Suðurnámshraun og gera góða veiðni fram undan hrauninu eða í víkum og út frá skerjum sem þar eru.

Við vesturbakka eru ekki margir þekktir veiðistaðir, helst beint framundan Dómadalshrauni og jaðar þess að norðan. Svipaða sögu má segja um ströndina undir Suðurnámum, lítið um álitlega veiðistaði, víða aðgrunnt og helst smávaxinn fiskur á ferð. Stærð fiska eykst hratt þegar komið er að vestur jaðri Suðurnámshrauns og framundan hrauninu eins og áður segir.

Hér eins og annars staðar í Framvötnum eru veiðimenn beðnir um að sleppa engri bleikju, grisjunar er þörf eins og í öðrum bleikju-vötnum Framvatna. Frá sumrinu 2019 hefur veiði í vatninu verið ókeypis, öllum heimilt að veiða þar á stöng og jafnvel í net, en farið er fram á að veiðimenn skili veiðiskýrslum sem hægt er að nálgast hjá skálvörðum við Landmannahelli.

Tenglar

Flugur

Peacock
Pheasant Tail
Watson’s Fancy
Hérinn
Alma Rún
Watson’s Fancy
Higa’s SOS
Blóðormur
Nobbler (bleikur)
Nobbler (orange)
Bleik og blá
Krókurinn
Heimasætan

Myndir

Myndbönd

Vötnin

Vesturland
Norðvesturland
Norðausturland
Austurland
Suðurland
Hálendið

Create a website or blog at WordPress.com