Blóðhnúturinn, eins og svo margir aðrir, eru til í nokkrum útfærslum. Hérna er útfærsla The New Fly Fisher.

Flugur, veiðisögur og grúsk af ýmsu tagi
Blóðhnúturinn, eins og svo margir aðrir, eru til í nokkrum útfærslum. Hérna er útfærsla The New Fly Fisher.
Það er eins og mér finnist fleiri en ein útgáfa til af þessum hnúti. Hérna er sú sem ég hef prófað.
Einn af vinsælli hnútum fluguveiðimannsins, hér frá The New Fly Fisher.
Einföld, svo til klassísk uppbygging á þurrflugu utan þess að hún er með V-skotti úr tveimur brúndröfnóttum hænufjörðum sem gera það að verkum að hún skilur eftir sig áberandi röst sé hún dregin létt eftir vatnsfletinum.
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
Þurrfluga 12 & 14 |
Þetta er fyrsta flugan sem ég sýð saman sjálfur sem tók fisk fyrir mig. Þó þessari svipi til Sprellans hans Engilbert Jensen, þá er hér ekkert CDC eða Ethafoam á ferðinni, aðeins venjulegt umbúðafrauð sem tyllt er á hringvafna svarta hanafjöður á venjulegum silungaöngli nr.14 Og kvikindið gerir sig, lætur skemmtilega á vatni, meira að segja í smá gáru og hægt að leika sér að því að sökkva henni með því að kippa snöggt í og bíða svo augnablik því þá skýtur henni upp aftur. Veiðiferðina má sjá hér.
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
14 |
Vel nothæft kynningarmyndband frá http://www.reelresources.com með Lefty Kreh og félögum. Nokkrar góðar ábendingar.
Einföld leið til að smella hálfum hnúti á fluguna. Gott að hafa í huga þegar bústinn haus með mikið af fjöðrum er að flækjast fyrir.
Kastsnillingurinn Lefty Kreh sýnir hér köst og rekur helstu atriðinn varðandi sökklínur. Nokkrir góðir punktar sem nýtast líka þeim sem kjósa flotlínu, en nota sökkenda.
Það er alltaf gott að geta reddað sér í veiði án þess að vera með hnýtingartólin með sér. Annars hef ég aldrei notað annað en puttana við endahnútinn og ekki eru það þeir sem klikka í flugunum mínum.
Hér sýnir Lefty Kreh þrjú undirstöðuatriði fluguveiða; Fótaburð, úlnliðshreyfingar (hreyfingarleysi) og hreyfingar olboga.
Frábær leið til að tengja saman línu, taum og/eða taumaefni. Snyrtileg útfærsla.
Frábær trailer úr Miðfjarðará. Fleiri klippur frá FlyMaxFilm’s má sjá hér.
Ein besta straumfluga allra tíma í urriða, sjóbirting og lax. Sannkölluð sígild hönnuna frá 1927 eftir Herbert L. Welch. Áhugi manna dalaði um nokkurn tíma á þessari straumflugu eins og svo mörgum öðrum, en hún hefur verið að koma sterk inn aftur síðari ár.
Síðari ár hafa komið fram á sjónarsviðið ýmsar útfærslur hennar, svo sem þyngd tungsten fyrir straumvatn og jafnvel púpur sem virðast þó ekki eiga sér neina samsvörun í lífríkinu.
Nokkuð útbreytt afbrigði hennar hefur fengið viðurnefnið Sunburst þar sem töluverðu orange er bætt í hana. Sögð sérstaklega skæð í urriða að vori.
Höfundur: Herbert L. Welch
Öngull: Legglangir 2/0 – 12
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Gullitaðar fanir af hana
Vöf: Ávalt silfur eða flatt eins og upphaflega var notað.
Búkur: Svart flos
Skegg: Sama og stél
Vængur: 2 hvítar söðulafjaðrir af hana
Kinnar: 2 fjaðrir af frumskógarhana, ekki óalgengt að menn sleppi þeim.
Haus: Svartur
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
Straumfluga 8,10,12 | Straumfluga 6,8,10,12 | Straumfluga 6,8,10 |
Snyrtileg klippa frá flyspoke.com
Hefur sannað sig í gegnum tíðina í vatnaveiði bleikju svo um munar. Oftast er þessi fluga hnýtt á frekar litla öngla, 12-16.
Þessi fluga er aðeins ein af mörgum klassískum votflugum sem skutu upp kollinum í Skotlandi á síðustu öld. Þessi fluga á nákomna ættingja sem tilheyra s.k. teal flugum t.d. Peter Ross, Teal and Black og Teal and Blue.
Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 8-16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr bekkfjöður gullfasana
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Svart flos
Skegg: Svört hanafjöður
Vængur: Fanir úr ljósri vængfjöður starra eða grágæs
Haus: Svartur
Óþarfi að hafa mörg orð um þessa bráðdrepandi bleikjuflugu, en ég get ekki stillt mig um að setja hér inn nokkur orð sem höfð eru beint eftir höfundinum; „Þetta var fluga sem Frímann [Frímann Ólafsson leiðsögumaður, innsk.KF] skírði Högna. Hún var með svörtum væng, silfurbúk, bleiku skeggi og Jungle Cock, skógarhana. Ég var ekki sáttur við þessa flugu, bætti gráa vængnum við og minnti hún mig þá á Peter Ross. Ég bætti síðan bláu við þar fyrir aftan, því blái liturinn hefur reynst mér mjög vel í sjóbleikjuveiði. Þá var flugan fullsköpuð, en ég hef stundum bætt við tveimur glimmerþráðum, annaðhvort til hliðar á flugunni eða undir henni. Þá má hún bæði vera með og án kúluhauss og best fer hún á Kamasan-straumfluguöngli númer 8“ sagði Björgvin.
Höfundur: Björgvin Guðmundsson
Öngull: Legglangur 4 – 10 (höfundur mælir með Kamasan straumfluguöngli nr.8)
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr blárri hanafjöður
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Skegg: Fanir úr bleikri hanafjöður
Vængur: Síðufjöður af urtönd
Kragi: Bleikt Chenille
Haus: Svartur eða, gullkúla eða, keiluhaus, allt eftir smekk.
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
Kúluhaus 8 & 10 Púpa á grubber 10 & 12 |
Straumflug 6,8 & 10 |
Hér gefur svo að líta nokkuð netta hnýtingu á hefðbundinni útgáfu þessarar flugu frá Flugusmiðjunni:
Sjóbleikjan hefur oftar en ekki frekar látið glepjast af þessari flugu frekar en venjulega slátraranum.
Höfundur: ókunnur
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður: Svartur 6/0
Stél: Fanir úr rauðri andar- eða gæsafjöður
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Flatt silfur tinsel
Skegg: Rauð hanafjöður
Vængur: Fanir úr blárri vængfjöður úr stokkönd
Haus: Svartur
Bleikja | Sjóbleikja | Urriði | Sjóbirtingur |
---|---|---|---|
Votfluga 6,8,10 | Votfluga 8,10,12 |