Febrúarflugur 2019

Nú stendur undirbúningur Febrúarflugna 2019 sem hæst. Þótt þetta sé sára einfaldur viðburður í eðli sínu, þá er að ýmsu að hyggja í undirbúningi, meðal annars að útvega styrktaraðila og setja saman dagskrá fyrir hnýtingarkvöldin sem að venju verða fjögur í mánuðinum.

Sem endranær höfum við ekki verið í vandræðum með styrktaraðila og nú þegar hafa 7 fyrirtæki og félagasamtök staðfest þátttöku sína og munu styrkja átakið myndarlega. Þeir sem hafa staðfest stuðning sinn nú þegar eru; Ármenn, Árvík, JOAKIM’S, Mistur.is, Veiða.is, Veiðihornið og Veiðikortið. Á meðal þessara aðila eru tveir nýir styrktaraðilar og bjóðum við þá velkomna í hópinn. Hafir þú lesandi góður, áhuga á að styrkja þetta átak er þér bent á að senda okkur tölvupóst á fos(hjá)fos.is eða skilaboð hér á síðunni. Það er ekki seinna vænna að leggja sitt að mörkum því allir styrktaraðilar verða auglýstir rækilega hér á FOS.IS og í Facebook hópinum Febrúarflugur og það eru ekki nema fjórir dagar þar til átakið hefst formlega.

 

Eins og áður segir þá eru áformuð fern hnýtingarkvöld í febrúar þar sem gestum og gangandi er boðið í Árósa, félagsheimili Ármanna, Dugguvogi 13 frá kl. 20:00 – 22:00. Á liðnum árum hefur oft á tíðum skapast hin skemmtilegasta stemming á þessum hnýtingarkvöldum og reynt hefur verið að höfða jafnt til reyndra sem óreyndra hnýtara. Margir nýliðar í sportinu hafa gripið þetta tækifæri til að prófa hnýtingar og nýtt sér auðfengna aðstoð reyndari hnýtara við þau fyrstu skref.

Tveir aðrir viðburðir eru á döfinni í febrúar, en dagskrá þeirra er enn ekki að fullu frágengin. Allar nánari upplýsingar um viðburðinn þetta árið, sem og fyrri ára, má nálgast hér á síðunni og auðvitað á Fésbókarhópinum þar sem þungi átaksins fer fram eins og venjulega.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com