
Þessa hafði mig lengi langað til að prófa að hnýta með fjaðurvæng og þannig sendi ég hana inn í Febrúarflugur 2016.
Þessa hafði mig lengi langað til að prófa að hnýta með fjaðurvæng og þannig sendi ég hana inn í Febrúarflugur 2016.
Upprunalega á þessi að vera með hárvæng og þannig er hún yfirleitt hnýtt. Hefur samt gefið mér ágætlega með fjaðurvæng og þannig lagði ég hana fram í Febrúarflugur 2016.
Ein af mínum uppáhalds og framlag mitt í Febrúarflugur 2016. Flugan er Skosk eins og svo ótal margar frábærar klassískar flugur. Hnýtt af Donald nokkrum Watson frá Inverness. Það hefur vafist fyrir mönnum í fjölda ára hverju Donald var að reyna að líkja eftir þegar hann hnýtti þessa uppáhaldsflugu sína en trúlega hefur hann ekki haft neitt ákveðið í huga annað en það að urriðinn sækir í flugur með skörpum litaskilum.
Næstum eins klassísk og þær geta gerst. Svona leit Butcher út þegar hún hét ennþá Moon Fly. Árið 1838 skipti hún um nafn og lit á haus og varð Butcher eins og við þekkjum hann í dag. Hnýtt sérstaklega fyrir Febrúarflugur 2016.
Einhverra hluta vegna er Royal Coachman betur þekkt sem þurrfluga heldur en votfluga þrátt fyrir að votflugan gefi ekkert síður. Hnýtti þessa útgáfu sérstaklega fyrir Febrúarflugur 2016.