
Írsk að uppruna og hefur gefið feikna vel í vötnum beggja megin Írlandshafs. Fluga með sama nafni (eins og gerist stundum) er til í USA og oft er þessum flugum ruglað að ósekju saman.
Írsk að uppruna og hefur gefið feikna vel í vötnum beggja megin Írlandshafs. Fluga með sama nafni (eins og gerist stundum) er til í USA og oft er þessum flugum ruglað að ósekju saman.
Alls ekki viss um að þetta sé heiti flugunnar, frekar en almennt heiti flugna af þessu tagi. Fann þessa á veraldarvefnum með kommenti á óræðu tungumáli sem Google Translate gat ekki þýtt fyrir mig á ensku eða íslensku.
Rakst á þessa á vefsíðu lítils veiðifélags á Orkneyjum og ákvað að setja hana inn á Febrúarflugur 2016. Snotur fluga.
Ég sá þessa fyrst í bók Ray Bergman, Trout og hef alltaf haft hana á óskalistanum síðan. Lét loks verða að því að setja hana saman fyrir sumarið 2016.
Eftir að hafa verið að fletta flugum frá Orkneyjum og víðar varð þessi til sem tilraun til að stæla flugur frá norðanverðum Bretlandseyjum. Stuttur krókur, orange búkur með gyltu tinsel og ein Ringneck Pheasant fjöður, það er nú allt og sumt.
Enn ein tilraun með flugu á tvíkrækju. Man ekki til að ég hafi haft einhverja ákveðna flugu í huga þegar ég hnýtti þessa, held hreint og beint að hún hafi orðið til úr afgöngum á hnýtingarborðinu hjá mér.