Í fyrravetur gerði ég tilraun með að snúa litunum í einni af mínum uppáhalds flugum við. Í þessu tilfelli var það nú ekki erfitt því litirnir í Higa‘s SOS eru aðeins svartur, rauður og silfraður vír. Að vísu tók ég skrefið örlítið lengra vegna þess að mér finnst yfirleitt að gylt fari betur með rauðu heldur en silfrað. Sem sagt; allt sem er original svart á flugunni varð rautt, allt sem er svart varð rautt og gyllt leysti silfrað af hólmi.

Það kom síðan í hlut Hlíðarvatns í Selvogi að sanna að rauður Higa‘s SOS virkar bara nokkuð vel. Eftir að hafa spænt mig án árangur í gegnum þekktar Hlíðarvatnsflugur, þar á meðal Blóðorm, brá ég á það ráð að setja þennan viðsnúning undir og viti menn. Tvær bleikjur létu glepjast og björguðu þessum annars mjög rólega degi mínum um miðjan júní. Þessa flugu prófaði ég síðan í tveimur öðrum vötnum s.l. sumar með alveg prýðilegum árangri og urriðanum þykir hún líka spennandi. Hér eftir verður báðar að finna í mínu boxi í stærðum #10, #12 og #14.