FOS
  • Færslur
  • Flugur
    • Flugur – uppskriftir
    • Febrúarflugur
    • Úr þvingunni
    • Klassískar flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • BAB – Kibbi

    12.janúar 2013
    Úr þvingunni

    Upp

    Forsíða

    Annar af bekknum er sjálfur Kibbi (Ormurinn Kibbi). Þó ég hafi valið Kibba í boxið mitt, þá er hann ekkert endilega heilagur. Það eru nefnilega svo margar flugur sem svipar verulega til hans að oft verður það hálf vandræðalegt að nefna þær réttum nöfnum, þessar svörtu úr vínyl rib sem finnast í boxum nánast allra veiðimanna.

    Þessar flugur hnýti ég jafnt á grubber og beina öngla. Ég kannast ekki við að þyngja þær neitt umfram kúluna, en hef heyrt að sumir leggi drjúgt undir vínylinn af blýi til að koma þeim örugglega niður í kalt Þingvallavatnið. Sjálfum finnst mér alltaf skemmtilegast að draga hann löturhægt inn, jafnvel láta hann liggja vel og lengi áður en ég hreyfi við honum. Uppskriftina má nálgast hér.

    Kibbi – Stærðir 10,12,14

    Ummæli

    12.01.2013 – Stefán Hjaltested: Fyrir mér heitir þessi púpa ekkert annað en Mobuto með rauðum kraga.

    Svar: Stórkostlegt að þú skuli nefna þetta. Þegar ég var rétt ný sýktur af veiðidellunni fór ég í veiðivöruverslun hér í bænum og bað um ‘.. svona svartan Mobuto með kraga‘. Ef ég hef í einhvern tíma viljað sökkva niður um gólfið, þá var það þegar ég sá hneykslunina í svip afgreiðslumannsins þegar hann svaraði mér þurrlega ‘Mobuto er ekki með kraga’ og þar með var málið dautt af hans hálfu. Svona getum við greinilega alltaf nefnt sama hlutinn mörgum nöfnum. En fyrst Mobuto kom til umræðu, þá er uppskrift af honum hérna.

    14.02.2013 – Skúli: Móbútó. Mustad 3906B #10. svartur sterkur tvinni og reyklitað swannund.

  • Black Zulu

    3.janúar 2013
    Úr þvingunni

    Upp

    Forsíða

    Núna er maður að hamast við að fylla á fluguboxin fyrir næsta sumar. Næstu vikurnar ætla ég að gefa lesendum smá innsýn í það sem ég er að hnýta hverju sinni með því að velja eina flugu á viku og fjalla smávegins um hana hérna á síðunni.

    Fyrst af bekknum er Black Zulu. Klassísk silungafluga sem hefur fylgt okkur flugunördunum í fjölda ára, stendur alltaf fyrir sínu, líkist engu en samt öllu. Mér hefur hún gefið best í stærðum #10 og niður í #14. Ég veit um nokkra sem hnýta hana enn smærri og hef prófað hana þannig, en einhverra hluta vegna ekki tekist að festa hana þannig í fiski. Þegar sagt er að hún líkist engu en samt öllu, verður mér alltaf hugsað til Galdralapparinnar og systur hennar hér sunnan heiða, Þerrilöpp. Kannski er það bara áberandi rauða skottið sem kveikir þetta hjá mér. Hvað sem því líður verður Black Zulu í boxinu mínu í sumar. Uppskriftina má nálgast hér.

    Black Zulu – Stærðir 10,12,14

    Ummæli

    03.01.2013 – Svarti Zulu: Klárlega besta flugan :)

    Svar: Já, alveg átti ég nú von á að eitthvað komment kæmi frá þér, Svarti Zulu 🙂

    06.01.2013 – Ragnar Hólm (flugur.is): Já, Zulu minnir einmitt á Galdralöppina! Mögnuð fluga/púpa.

  • Boxið mitt

    24.ágúst 2010
    Úr þvingunni

    Upp

    Forsíða

    Það eru þó nokkrir sem setja saman lista yfir ‘sínar’ flugur, þ.e. hvað leynist í boxinu. Sjálfur hef ég verið að fylgjast með nokkrum svona hlekkjum og þrælað mig í gegnum vinsælustu flugurnar hér og þar. Ef ég klára nú einhvern tíman að hnýta ‘mínar’ flugur þá gæti boxið mitt litið einhvern veginn svona út:

    Black Ghost
    Bleikja: N/A
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: Straumfluga 8, 10 & 12
    Sjóbirtingur: Straumfluga 6, 8 & 10
    Blae and Black
    Bleikja: Votfluga 10, 12 & 14
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: N/A
    Sjóbirtingur: N/A
    Bleik og blá
    Bleikja: Kúluhaus 8 & 10 / Púpa á grubber 10 & 12
    Sjóbleikja: Straumfluga 6, 8 & 10
    Urriði: N/A
    Sjóbirtingur: N/A
    Bloody Butcher
    Bleikja: N/A
    Sjóbleikja: Votfluga 6, 8 & 10
    Urriði: Votfluga 8,10 & 12
    Sjóbirtingur: N/A
    Blue Charm
    Bleikja: N/A
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: Straumfluga 8 & 10
    Sjóbirtingur: Straumfluga 8 &10
    Butcher
    Bleikja: Votfluga 10, 12 & 14
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: N/A
    Sjóbirtingur: N/A
    Connemara Black
    Bleikja: Votfluga 8, 10 & 12
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: N/A
    Sjóbirtingur: N/A
    Copper John / Kopar moli / Rafm.flugan
    Bleikja: 10, 12 & 14
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: 10, 12 & 14
    Sjóbirtingur: N/A
    Dentist
    Bleikja: N/A
    Sjóbleikja: Straumfluga 6, 8 & 10
    Urriði: Straumfluga 8, 10 & 12
    Sjóbirtingur: Straumfluga 6, 8 & 10
    Dýrbítur
    Bleikja: N/A
    Sjóbleikja: Bleikur 6, 8 & 10
    Urriði: N/A
    Sjóbirtingur: Svartur 6, 8 6 10
    Flæðarmús
    Bleikja: N/A
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: Straumfluga 8 & 10
    Sjóbirtingur: Straumfluga 6, 8 & 10
    Heimasætan
    Bleikja: Straumfluga 8 & 10 / Púpa á grubber 10 & 12
    Sjóbleikja: Straumfluga 6, 8 & 10
    Urriði: N/A
    Sjóbirtingur: N/A
    Héraeyra
    Bleikja: 10 & 12
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: 10 & 12
    Sjóbirtingur: N/A
    Mickey Finn
    Bleikja: Straumfluga 6, 8 & 10
    Sjóbleikja: Straumfluga 6, 8 & 10
    Urriði: Straumfluga 8 & 10
    Sjóbirtingur: Straumfluga 6, 8 & 10
    NobblerBleikja: Orange & bleikur 8, 10 & 12
    Sjóbleikja: Orange, rauður & bleikur 8, 10 & 12
    Urriði: Olive & svartur 8, 10 & 12
    Sjóbirtingur: Orange 8, 10 & 12
    Peacock
    Bleikja: Gjarnan með kúluhaus 8, 10 & 12
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: Með og án kúluhauss 8, 10 & 12
    Sjóbirtingur: N/A
    Peter Ross
    Bleikja: Votfluga 10 & 12 / Púpa 12 & 14
    Sjóbirtingur: Votfluga 10, 12 & 14
    Urriði: N/A
    Sjóbirtingur: N/A
    Pheasant Tail
    Bleikja: 10, 12 & 14
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: 10 & 12
    Sjóbirtingur: N/A
    Royal Coachman
    Bleikja: N/A
    Sjóbleikja: Votfluga 10 & 12
    Urriði: N/A
    Sjóbirtingur: N/A
    Teal and Black
    Bleikja: N/A
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: Votfluga 10, 12 & 14
    Sjóbirtingur: N/A
    Teal, Blue and Silver
    Bleikja: Votfluga 12 & 14
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: Votfluga 12 & 14
    Sjóbirtingur: N/A
    Vinstri græn
    Bleikja: Púpa á grubber 10 & 12 / Straumfluga 10 & 12
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: Straumfluga 8, 10 & 12 / Púpa á grubber 10 & 12
    Sjóbirtingur: N/A
    Watson’s Fancy
    Bleikja: Kúluhaus 10, 12 & 14
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: Votfluga 10 & 12
    Sjóbirtingur: N/A
    Þingeyingur
    Bleikja: N/A
    Sjóbleikja: N/A
    Urriði: Straumfluga 6, 8 & 10
    Sjóbirtingur: Straumfluga 6, 8 & 10

    Eins og sjá má þá er þetta all þokkalegur listi og greinilega nóg að gera á næstunni að fylla á boxið. Fyrir þá sem áhuga hafa er hægt að nálgast þennan lista hér á PDF formi. Uppskriftir að þessum flugum má nálgast með því að smella á nafn flugunnar.


«Fyrri síða
1 … 6 7 8

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2022 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

Hleð athugasemdir...
 

    • Fylgja Fylgja
      • FOS
      • Gakktu í lið með 156 áskrifendum
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Breyta vef
      • Fylgja Fylgja
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar