Flýtileiðir

BAB – Kibbi

Annar af bekknum er sjálfur Kibbi (Ormurinn Kibbi). Þó ég hafi valið Kibba í boxið mitt, þá er hann ekkert endilega heilagur. Það eru nefnilega svo margar flugur sem svipar verulega til hans að oft verður það hálf vandræðalegt að nefna þær réttum nöfnum, þessar svörtu úr vínyl rib sem finnast í boxum nánast allra veiðimanna.

Þessar flugur hnýti ég jafnt á grubber og beina öngla. Ég kannast ekki við að þyngja þær neitt umfram kúluna, en hef heyrt að sumir leggi drjúgt undir vínylinn af blýi til að koma þeim örugglega niður í kalt Þingvallavatnið. Sjálfum finnst mér alltaf skemmtilegast að draga hann löturhægt inn, jafnvel láta hann liggja vel og lengi áður en ég hreyfi við honum. Uppskriftina má nálgast hér.

Kibbi – Stærðir 10,12,14

Ummæli

12.01.2013 – Stefán HjaltestedFyrir mér heitir þessi púpa ekkert annað en Mobuto með rauðum kraga.

Svar: Stórkostlegt að þú skuli nefna þetta. Þegar ég var rétt ný sýktur af veiðidellunni fór ég í veiðivöruverslun hér í bænum og bað um .. svona svartan Mobuto með kraga‘. Ef ég hef í einhvern tíma viljað sökkva niður um gólfið, þá var það þegar ég sá hneykslunina í svip afgreiðslumannsins þegar hann svaraði mér þurrlega ‘Mobuto er ekki með kraga’ og þar með var málið dautt af hans hálfu. Svona getum við greinilega alltaf nefnt sama hlutinn mörgum nöfnum. En fyrst Mobuto kom til umræðu, þá er uppskrift af honum hérna.

14.02.2013 – SkúliMóbútó. Mustad 3906B #10. svartur sterkur tvinni og reyklitað swannund.

2 svör við “BAB – Kibbi”

 1. Avatar
  Nafnlaust

  Fyrir mér heitir þessi púpa ekkert annað en Mobuto með rauðum kraga.

  Líkar við

 2. skúli Avatar
  skúli

  Móbútó. Mustad 3906B #10. svartur sterkur tvinni og reyklitað swannund.

  Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com