
Ein af mínum uppáhalds og framlag mitt í Febrúarflugur 2016. Flugan er Skosk eins og svo ótal margar frábærar klassískar flugur. Hnýtt af Donald nokkrum Watson frá Inverness. Það hefur vafist fyrir mönnum í fjölda ára hverju Donald var að reyna að líkja eftir þegar hann hnýtti þessa uppáhaldsflugu sína en trúlega hefur hann ekki haft neitt ákveðið í huga annað en það að urriðinn sækir í flugur með skörpum litaskilum.