FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Púpur á dýpi

    21. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð.
    Smellið fyrir stærri mynd

    Veiða djúpt Áfram veiðum við með flotlínu, en í þetta skiptið með þyngdum púpum rétt fyrir utan og í kantinum. Taumurinn þarf að vera nokkuð langur, 18 – 25 fet. Eftir kastið verður að gefa mjög góðan tíma áður en inndráttur hefst með því að víxla línunni á milli fingra sér, hægt og rólega, ekki ólíkt því að við værum að veiða lirfur eins og t.d. Blóðorm. Umfram allt, inndrátturinn á jafnvel að vera hægari en þið í raun teljið hæfa.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Púpur og hægur inndráttur

    20. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð.

    Smellið fyrir stærri mynd

    Hægur inndráttur Ólíkt dauðu reki er hægt að nota hægan inndrátt þótt vindinn vanti. Aðferðin á vel við þar sem púpurnar eru á sveimi í dýpra vatni en 1,5 m þó ekki mikið dýpra en á 4 m. Sem áður er best að nota flotlínu, þó með nokkuð lengri taum (10 – 15 fet), leyfið púpunni að sökkva á tilgreint dýpi og hefjið þá rólegan inndrátt, 5 sm í einu með 5-10 sek. pásum á milli. Gerið tilraunir með mismunandi dýpi, gott að nota niðurtalningu. Búast má við nettum tökum og því um að gera að vera á tánum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Púpur og dautt rek

    19. janúar 2011
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Þegar púpurnar fara á kreik í vatninu er um að gera að taka vel eftir hegðun þeirra, litbrigðum og því hvar í vatnsbolnum þær halda sig. Svo má prófa sig áfram með veiðiaðferð.

    Smellið fyrir stærri mynd

    Dautt rek Þessi tækni er tilvalinn ef púpurnar halda sig á u.þ.b. 1,5 metrum eða grynnra. Best er að nota flotlínu með 8 – 12 feta taum, grönnum taumenda (5x eða 6x) og óþyngdar púpur. Kastið upp í eða þvert á vindinn og leyfið línunni einfaldlega að reka með vindi, gætið þess aðeins að taka inn allan slaka á línunni því tökurnar eru afskaplega nettar og því er um að gera að geta bugðist hratt við. Ágætt tilefni til að nota tökuvara.

     

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Mýflugur – lirfur og púpur

    18. janúar 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Mýflugur eru mikilvæg fæða silungs á öllum stigum, þ.e. sem lirfur, púpur og flugur. Sem lirfur halda þær sig mest á botni vatnsins, en leita gjarnan frá botninum þegar þær komast á púpustigið. Þegar þær síðan komast á klakstigið og umbreytast í flugur gerist það í og við vatnsborðið.

    Mýlirfur – Flugur sem líkja eiga eftir þessu stigi mýflugunnar eru m.a.:

    San Juan Worm
    Blóðormur
    Super Floss Bloodw.

    Allar eru þessar flugur áberandi rauðar til að líkja eftir blóðrauð- anum sem lirfurnar safna til að halda lífi í köldu vatninu. Bestu skilyrðin til að veiða á þessa tegund flugna er í lítilli eða dvínandi birtu, á eða sem næst botninu með eins litlum inndrætti og unnt er.

    Púpur – Flugur sem líkja eiga eftir mýpúpum eru m.a.:

    Chromie
    Gyllt Héraeyra
    Zug Bug

    Veiðiaðferðin með þessum flugum er fyrst og fremst; hægt. Inndrátturinn helst með rólegum fingurvafningum og góðum hléum á milli. Fyrirmyndirnar eru frekar hægfara og því um að gera að apa sem mest eftir þeim.

    Það er kannski ekki úr vegi að hafa þessar í huga þegar maður situr við hnýtingarnar þessa dagana.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Misbrestur – Kuðl

    17. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Smellið fyrir stærri mynd

    Þegar línan kuðlast niður í vatnið fyrir framan okkur hefur framkastið væntanlega lekið niður frá kl.11 án þess að um ákveðið stopp hefur verið að ræða. Finndu ákveðnara stopp (kl.11) og láttu stöngina síðan síga niður í stöðu á milli kl.8 og 9.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Misbrestur – Svipusmellir

    16. janúar 2011
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Smellið fyrir stærri mynd

    Svipusmellir í framkasti orsakast vegna þess að framkastið er hafið of snemma eða með of miklu afli. Aflið í framkastinu á að vera með jöfnum rísanda og umfram allt ekki hefjast áður en línan er búin eða við það að klára að rétta úr sér í bakkastinu.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 141 142 143 144 145 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar