False Cast – Falskast

Þegar skipta skal um stefnu kasts og/eða lengja í því er ágætt að kunna skil á falskasti. Fyrir þá sem veiða á þurrflugu er nauðsynlegt að kunna falskast til að þurrka fluguna á milli þess að hún er lögð út.

1 – Byrjaðu eins og í venjulegu yfirhandarkasti (1, 2 og 3 í Yfirhandarkast).

 

 

 

 

 

 

2 – Þegar línan hefur rétt úr sér í bakkastinu, hefur þú venjulegt framkast. Ef þú vilt lengja í kastinu, skammtarðu aðeins meiri línu út með því að láta hana renna fram úr línuhendinni.

Ef þú vilt forðast að auka-línan sem þú ætlar í framkastið liggi í vatninu og sé því þyngri en sú sem leikur í lausu lofti, prófaðu að taka aðeins meira út af hjólinu og smeygja lykkjunni upp í þig (klemma hana á milli varanna). Ég sá Mel Krieger gera þetta í nokkrum veiðiklippum og prófaði sjálfur, hrein snilld, mun léttari lína í framkasti.

 

3 – Hefðbundið framkast, með ákveðnu stoppi kl. 11, en í stað þess að leggja stöngina niður þegar lína hefur rétt úr sér, ferðu beint í bakkastið aftur (1). Þegar stönginn hefur náð efstu stöðu getur þú skammtað aðeins meiri línu út, alveg eins og í framkastinu.

 

 

Endurtakið falskastið eins oft og þurfa þykir til að finna rétta staðsetningu fyrir fluguna eða til að lengja í kastinu. Mundu aðeins að því lengur sem flugan er í loftinu er fiskurinn öruggur og hann getur meira að segja grætt á ógætilegum falsköstum og forðað sér. Stilltu falsköstum í hóf.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com