Rétt tvítog getur hjálpað þér að ná lengri köstum. Eins er gott að hafa það í huga að með tvítogi þrengist kasthjólið og það verður því fyrir minni áhrifum vinds en ella, eitthvað sem kemur sér oft vel á Íslandi.
1 – Þegar þú hefur tekið línuna upp og ert lagður af stað í bakkastið, togaðu ákveðið í hana þannig að stöngin hlaði sig enn meira en aðeins fyrir áhrif línunnar í vatninu.
2 – Þegar bakkastinu er við það að ljúka, leyfir þú línunni að renna eins langt aftur og hleðsla stangarinnar leyfir. Gættu þess aðeins að sleppa ekki of mikilli línu út í bakkastið þannig að hún kuðlist ekki niður fyrir aftan þig. Þegar línan hefur rétt fyllilega úr sér, hefur þú framkastið …..
3 – Á sama máta og þú hófst bakkastið, togar þú ákveðið í línuna í upphafi framkastsins þannig að stöngin hlaðist enn og aftur.
4 – Þegar stöngin nálgast stoppið kl. 11, sleppir þú línunni (leyfir henni að renna lausri í hendi) þannið að það lengist í kastinu.
Tímasetningin í tvítogi skiptir miklu máli og mörgum hefur reynst erfitt að samhæfa hreyfingar línu- og stangarhandar þannig að krafturinn nýtist til fullnustu, en í þessu eins og flestu öðru þá gildi að æfa, æfa, æfa ……..
Senda ábendingu