Þar sem svigrúm er takmarkað fyrir bakkastið er gott að ráða vel við veltikastið.
1 – Lyftu stönginni rólega beint upp og eilítið aftur fyrir kl.1 Með því ættir þú að mynda einhvers konar D séð frá þér til hægri þar sem beini leggurinn er stöngin og belgurinn er línan frá stangartoppi og niður að vatnsfleti.
2 – Leggðu af stað með ákveðnu, auknu átaki í framkast og stöðvaðu ákveðið c.a. kl. 11.
3 – Leyfðu línunni að velta fram og út á vatnsborðið meðan þú lækkar stöngina hægt en ákveðið niður í neðstu stöðu.
Senda ábendingu