Overhead – Yfirhandarkast

Yfirhandarkastið er notað til að lyfta línunni upp af vatnsfletinum og staðsetja hana að nýju, með eða án lengingar í línunni.

1 Snúðu beint að flugunni eða þeim stað sem þú vilt að hún lendi á. Gættu þess að taka allan slaka ef línunni áður en þú byrjar að reisa stöngina. Að öðrum kosti er viðbúið að stöngin hlaðist ekki og kastið misheppnist.

 

 

2 Reistu stöngina með ákveðinni, vaxandi hreyfingu beint upp. Þetta losar fluguna upp af vatnsborðinu og gerir stöngina tilbúna í hröðun….

 

 

 

3 Auktu hraðan með vaxandi átaki. Þessi hreyfing mun hlaða stöngina krafti og gera þér kleift að láta línuna rétta úr sér fyrir aftan þig, í bakkastinu.

 

 

 

 

 

4 Stöðvaðu stöngina ákveðið að baki þér, ekki síðar en c.a. kl.1. Ákveðnara og hærra stopp í bakkasti myndar þrengra og fallegra kasthjól.

 

 

 

 

5 Haltu stönginni í fasti stöðu þar til þú finnur að línan hefur rétt úr sér. Létt átak línunnar gefur þér til kynna að nú sé lag að hefja framkastið með jöfnu, stigvaxtandi átaki fram til kl.11 þar sem þú stöðvar hana ákveðið….

 

 

 

 

6 Þegar línan hefur rétt úr sér í framkastinu, lækkar þú stöngina og fylgir henni og flugunni eftir niður á vatnsborðið.

 

 

Eitt svar við “Overhead – Yfirhandarkast”

  1. False Cast – Falskast « FLUGUR OG SKRÖKSÖGUR Avatar

    […] 1 – Byrjaðu eins og í venjulegu yfirhandarkasti (1, 2 og 3 í Yfirhandarkast). […]

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com