FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Kafað í hegðun silungsins V

    3. janúar 2012
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Straumurinn setur stærðina

    Þegar fiskurinn einblínir á ákveðið skordýr reynir þú að finna þá flugu sem passar best við stærð þess, lit og svo framvegis. Þetta eru engin geimvísindi. En þegar tækifærissinnaður silungur er annars vegar, þá ættirðu að nota stærri flugu í hröðu vatni.

    Hér er sönnun þessa sem við öfluðum í Shawnee ánni í Colorado. Efst í flúðunum var mikill hraði í vatninu þar sem það þrengdi sér í rennu, en fyrir neðan kyrrðist það verulega í breiðu.

    Í hraða vatninu horfðum við á það í myndavél þegar Hyatt krækti í nokkra með #12 San Juan ormi og #14 Prince nymph. Fiskurinn kom auga á þessar flugur en hafði skemmri tíma til að gaumgæfa þær í hröðu vatninu og gerði því hvatvísari árás á þær. Fyrir neðan í ánni, þar sem vatnið var lygnara voru stóru flugurnar ekki að veiða. Við urðum að fara niður í #20 með RS2 til að fá töku (sem var ekki einu sinni sannfærandi, við vorum í vandræðum með að staðsetja myndavélina án þess að hræða silunginn). Meiri straumur leyfir þér að komast upp með stærri flugur því stundum týnast þessar litlu títlur einfaldlega í strauminum.

    Kirk Deeter

    Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynnast betur greinum og umfjöllun Kirk Deeter skal bent á að netið geymir ógrynni greina eftir hann, meðal annars vefsíða Field & Stream.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Lakk

    29. desember 2011
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Smelltu fyrir stærri mynd

    Það getur verið fínt að eiga mismunandi þykkt lakk, þunnt fyrir fyrstu lökkun og aðeins þykkara í endanlegan frágang. En það er kannski óþarfi að allt lakkið endi í þykka flokkinum bara vegna þess að súrefnið þykkir það með tímanum og þá sérstaklega þegar þú ert kominn niður fyrir miðja dós. Ágætt ráð til að minnka súrefnið í dósinni er að lauma einni eða tveimur glerkúlum í dósina. Kúlurnar getur þú fundið í dótakassanum hjá krökkunum eða tómu lakkbrúsunum í bílskúrnum, passaðu bara að þær séu út gleri, plast gerir ekkert annað en leysast upp og skemma lakkið.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Latex

    27. desember 2011
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Rækjur og ýmsar púpur kalla á latex- eða plastræmur í bakefni. Fyrir utan það hversu snúið það getur verið að finna hentugt efni í verslunum, þá er til afskaplega einföld lausn á latex-skorti. Næst þegar þú ferð með bílinn þinn í smurningu, athugaðu þá hvort strákarnir séu ekki til í að eftirláta þér eins og einn ónotaðan hanska. Þeir nota í flestum tilfellum afar þykka latex hanska sem er frábært að klippa niður í ræmur og nota í flugur.

    Annars hef ég líka prófað að nota gult sellófan utan af Mackintosh’s karamellum, það virkar ágætlega. Það ætti nú að vera nóg að slíkum bréfum í umferð núna rétt eftir jólinn.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Kafað í hegðun silungsins IV

    21. desember 2011
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Grannir taumar eru ekki ‘möst’

    Ég mun aldrei nota 6X eða grennri taum oftar. Í það minnsta ekki í straumvatni og alveg örugglega ekki í púpuveiði. Ég horfði á fisk renna jafnt á stórar flugur í sverum taum eins og litlu flugurnar í grönnum taum. Sjálfur sá ég 6X tauminn alveg eins augljóst og 3X. Allt í góðu, ég er ekki fiskur (aðeins blaðamaður sem þykist vera einn þeirra), en ég held að þetta skipti silunginn meira máli. Þetta reyndist í það minnsta tilfellið þegar áinn bar línuna, segjum eitt fet á sekúndu. Þú getur alveg nýtt kosti þess að vera með sterkari taum.

    Kirk Deeter

    Og enn heldur Kirk Deeter áfram og tók hér fyrir tauma og hvernig þeir koma fiskinum fyrir sjónir. Hér skilur kannski aðeins meira á milli vatnaveiði og veiði í ám, því þar sem vatn er kyrrt og tært er fiskurinn væntanlega taumstyggari heldur en í rennandi vatni.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Penslar

    15. desember 2011
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Nú fer hver og einn að verða síðastur til að mála fyrir jólinn. Þeir sem eiga eftir að kaupa góðan pensil til að skera við loft eða í hornum ættu að velja pensilinn af kostgæfni. Góður pensill með hæfilega stífum hárum, helst með örlitlum litabreytingum er alveg frábært efni í skotthár (Fibbets) í flugur. Auðvitað mæli ég með því að fækka hárunum áður en þið byrjið að mála, en auðvitað má líka nota hár úr stífa penslinum sem gleymdist frá því í fyrra. Gott ráð er síðan að geyma hárin límd saman á grófari endanum með málningarlímbandi. Það þarf ekkert að vera svo rosalega leiðinlegt að mála fyrir jólinn, það má alltaf hugsa til þeirra frábæru flugna sem hægt er að hnýta eftir hátíðar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Kafað í hegðun silungsins III

    12. desember 2011
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Syndandi silungur ‘rúlar’

    Þú getur aukið líkurnar á veiði með því að eltast við rétta fiskinn. Hvað er ég að fara? Segjum sem svo að þú hefur komið auga að þrjá fiska. Tveir af þeim eru eins og límdir við botninn, hreyfast sára lítið á meðan sá þriðji eins og dormar í miðjum vatnsbolnum, sveiflar sporðinum til hliðanna, auðvitað étandi. Þetta er sá sem þú ætti að eltast við.

    Eitt sinn var Mardick að kasta á hóp fiska, en aðeins einn þeirra var staðsettur þar sem ætið var að finna. Í staðinn fyrir að reyna endalaust við fiskana á botninum, létti hann fluguna þannig að hún flyti í miðjum vatnsbolnum. Auðvitað hremmdi fiskurinn fluguna í fyrsta kasti. Þetta gerðist aðeins fáein fet, beint fyrir framan mig.

    Allt of margir veiðimenn gera þau mistök að eltast við stóra fiskinn. Ef sá stóri hefur sökkt sér niður, ertu að eyða tilvöldu tækifæri. Taktu þann sem er örugglega að éta, þú getur alltaf aukið við þyngdina síðar og pirrað sjálfan þig út yfir öll mörk með því að eltast við stóru fiskana á botninum.

    Kirk Deeter

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 124 125 126 127 128 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar