
Nú eru flestir komnir í gang í hnýtingunum fyrir næstu vertíð. Sjálfur er ég alltaf að grípa í hnýtingarnar árið um kring, enda svo heppinn að geta haft hornið mitt alltaf klárt, en auðvitað í misjöfnu ástandi. Ég er ekki alveg sá duglegasti að taka til á borðinu þannig að ég notaði tækifærið um daginn og tók þessa mynd, kannski til að minna mig á að það þarf ekki alltaf að vera í rusli.
Margir gúrúar hafa bent á nauðsyn þess að hafa skipulag á hlutunum og sæmilega snyrtilegt á borðinu og ég get svo sem ekki verið annað en sammála þessu. Það er bara hægara sagt en gert.