Kafað í hegðun silungsins V

Straumurinn setur stærðina

Þegar fiskurinn einblínir á ákveðið skordýr reynir þú að finna þá flugu sem passar best við stærð þess, lit og svo framvegis. Þetta eru engin geimvísindi. En þegar tækifærissinnaður silungur er annars vegar, þá ættirðu að nota stærri flugu í hröðu vatni.

Hér er sönnun þessa sem við öfluðum í Shawnee ánni í Colorado. Efst í flúðunum var mikill hraði í vatninu þar sem það þrengdi sér í rennu, en fyrir neðan kyrrðist það verulega í breiðu.

Í hraða vatninu horfðum við á það í myndavél þegar Hyatt krækti í nokkra með #12 San Juan ormi og #14 Prince nymph. Fiskurinn kom auga á þessar flugur en hafði skemmri tíma til að gaumgæfa þær í hröðu vatninu og gerði því hvatvísari árás á þær. Fyrir neðan í ánni, þar sem vatnið var lygnara voru stóru flugurnar ekki að veiða. Við urðum að fara niður í #20 með RS2 til að fá töku (sem var ekki einu sinni sannfærandi, við vorum í vandræðum með að staðsetja myndavélina án þess að hræða silunginn). Meiri straumur leyfir þér að komast upp með stærri flugur því stundum týnast þessar litlu títlur einfaldlega í strauminum.

Kirk Deeter

Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynnast betur greinum og umfjöllun Kirk Deeter skal bent á að netið geymir ógrynni greina eftir hann, meðal annars vefsíða Field & Stream.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com