Flýtileiðir

Kafað í hegðun silungsins VII

Tökuvari er ekki það sama og tökuvari

Frá mínu sjónarhorni í vatninu virðast tökuvarar sem gerðir eru úr garni ekki fæla fiskinn eins mikið eins og þeir sem gerðir eru úr plasti eða eru gegnheilir. Mér sýndist fiskar heldur hrelldir eftir að gegnheill tökuvari lenti á vatninu. Ég veit ekki hvers vegna, kannski er það vegna smellsins sem heyrist þegar hann lendir. Vissulega litu gegnheilu tökuvararnir framandi út þegar þeir flutu framhjá á yfirborðinu. Garn-tökuvari leysir bæði vandamálin. Hann fellur hljóðlaust á vatnið og frá mínu sjónarhorni séð virtist hann samlagast vatninu betur. Hann virtist ‚náttúrulegri‘, ekki eins og ‚mannanna verk‘. Mismunandi litir virtust ekki skipta fiskinn neinu máli.

Kirk Deeter

Hér get ég samsvarað mig nokkuð vel með Kirk Deeter. Sumir tökuvarar minna meira á flotholt fyrir beituveiði heldur en tökuvara og engin furða að fiskurinn taki við sér (neikvætt) þegar sumt af þessu lendir á vatninu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com