Kafað í hegðun silungsins VI

Skrautflugur virka

Ég veiði alltaf með tvær flugur á taum í púpuveiði. Fyrri (efri) flugan er skrautfluga, sem dæmi San Juan ormurinn eða Copper John. Síðan hnýti ég 30 til 45 sm. taumenda í hana og þar á endann minni flugu, góðgæti á botninn. Svona er byrjunarsettið mitt í straumvatni, stundum einnig í stöðuvatni. Í mjög hægur og tæru vatni nota ég tvær litlar flugur.

Kenningin er að fyrri flugan grípi athygli fisksins sem athugar málið þá betur og rekur þá augun í þá síðari og hremmir hana. Hljómar svolítið langsótt, en ég varð vitni að þessu. Ég staðsetti mig á botninum um það bil 4 fet fyrir neðan og örlítið til hliðar við stóran regnboga. Mardick kastaði og ég fylgdist með fiskinum þar sem flugan greip athygli hans, hann snéri sér við og synti framhjá mér eins og til að undirstrika „Bíddu, ég kem að vörmu, þarf bara að tékka aðeins á þessu“. Hann fylgdi þeim eftir (lítilli steinflugulirfu og litlum rauðleitum Copper John) en ákvað greinilega að gefa þeim líf og snéri til baka á nákvæmlega sama stað og hann lagði upp frá. Í næsta kasti flutu flugurnar rétt framhjá mér, fiskurinn tók á rás á eftir þeim og hvarf mér sjónum. Skömmu síðar kom hann til baka á staðinn sinn. Eftir þriðja kastið setti fiskurinn aftur kúrsinn á eftir flugunum, en í þetta skiptið kom hann ekki aftur. Ég fór upp á yfirborðið og sá Mardick og Bartkowski með regnbogann í netinu. Hann hafði hremmt neðri fluguna, fangaður af forvitninni.

Kirk Deeter

Ummæli

Ónafngreindur – 15.janúar 2012

Svona af því að þú ert að fjalla um tvær flugur á sama taum þá sendi ég VoV sumarið 2010 smá sögu sem kom meðal annars inn á þetta svið:

“Ég fór um daginn tvo daga í röð og fyrri daginn var ég með Peacock á beinum öngli og Pheasant tail á bognum öngli(ég er með tvær flugur á taumnum) og tóku allir fiskarnir Peacockinn. Daginn eftir var ég með Peacock á bognum öngli en Pheasant tail á beinum, þann daginn tóku allir fiskarnir Pheasant tail púpuna. Merkilegt hvað svona smáatriði geta skipt miklum sköpum.”

Þetta var í urriðavatni og í öllum veiðiferðum mínum það sumar veiddi ég mun betur á flugur á beinum öngli heldur en grubber öngli. Skipti þá litlu máli hvort beini öngullinn væri sá efri eða neðri.

Hérna er öll fréttin: http://www.votnogveidi.is/aftheying/veidisagan/nr/3439, þarna sést reyndar hvað maður veit lítið, ég efaðist um að það væru stærri fiskar en 50 cm í ánni en núna í sumar fékk ég þónokkra milli 50 og 60 cm og missti enn fleiri! Annaðhvort hef ég skánað sem veiðimaður eða fiskurinn stækkaði rosalega hratt milli ára

Frábær síða hjá þér, ein af sárafáum veiðisíðum með einhverju lífi yfir veturinn!

Eitt svar við “Kafað í hegðun silungsins VI”

 1. Avatar
  Nafnlaust

  Svona af því að þú ert að fjalla um tvær flugur á sama taum þá sendi ég VoV sumarið 2010 smá sögu sem kom meðal annars inn á þetta svið:
  „Ég fór um daginn tvo daga í röð og fyrri daginn var ég með Peacock á beinum öngli og Pheasant tail á bognum öngli(ég er með tvær flugur á taumnum) og tóku allir fiskarnir Peacockinn. Daginn eftir var ég með Peacock á bognum öngli en Pheasant tail á beinum, þann daginn tóku allir fiskarnir Pheasant tail púpuna. Merkilegt hvað svona smáatriði geta skipt miklum sköpum.“

  Þetta var í urriðavatni og í öllum veiðiferðum mínum það sumar veiddi ég mun betur á flugur á beinum öngli heldur en grubber öngli. Skipti þá litlu máli hvort beini öngullinn væri sá efri eða neðri.
  Hérna er öll fréttin: http://www.votnogveidi.is/aftheying/veidisagan/nr/3439, þarna sést reyndar hvað maður veit lítið, ég efaðist um að það væru stærri fiskar en 50 cm í ánni en núna í sumar fékk ég þónokkra milli 50 og 60 cm og missti enn fleiri! Annaðhvort hef ég skánað sem veiðimaður eða fiskurinn stækkaði rosalega hratt milli ára 🙂

  Frábær síða hjá þér, ein af sárafáum veiðisíðum með einhverju lífi yfir veturinn!

  Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com