
Ein algengasta ástæða þess að menn slíta hnýtingarþráðinn er sú að þeir taka of mikið á honum eða spennan í keflishaldaranum er aðeins of mikil. Áður en þú ferð að reyna að spenna upp klemmuna á keflishaldaranum prófaðu að rjóða smá kertavaxi í götin á tvinnakeflinu. Það gerir oft kraftaverk og þráðurinn rennur mun betur. Sama ráð á við þegar ískrið í keflinu er að gera þig brjálaðan. Umfram allt, reyndu eitthvað annað en að eiga við keflishaldarann eða skipta yfir í sverari þráð.