FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Grynningar að vori

    21. mars 2012
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Vorflugulirfur

    Þessar kistur matar eru oft fyrstar til á vorin. Grunnt vatnið hlýnar fyrr og fiskurinn leitar þangað upp úr djúpinu til að ylja sér og leita fæðu. Það sem gerir grynningarnar að þessari matarkistu er auðvitað sólarljósið sem hleypir gróðrinum af stað og þar með dýralífinu. Þetta eru slóðirnar þar sem skordýrin klekjast.

    Við þekkjum fengsæla staði í vötnunum snemma morguns og síðla kvölds en málið er ekki endilega svona einfalt á vorinn. Ljósaskiptin eru ekki fyrsti kostur silungs í fæðuleit að vori. Vatnið er einfaldlega of kalt á þessum tíma sólarhrings. Nær lægi væri að leita fiskjar milli hádegis og seinna kaffi. Þá hefur veik vorsólin náð að ylja vatnið aðeins á grynningunum og laðað fiskinn til sín. Fram að þeim tíma er vatnið jafnvel hlýrra úti í dýpinu svo fiskurinn er lítið á ferðinni. Sólin er sjaldnast það sterk snemma vors að silungurinn fái glýju í augun eins og hann gerir gjarnan á miðju sumri.

    Eins má alltaf reyna fyrir sér úti í dýpinu og laða fiskinn með einhverri glepju upp á grynningarnar, það getur oft færst fjör í fiskinn þegar hann finnur að vatnið er hlýrra þar sem flugan er.

    Ummæli

    Hörður : Góðir punktar. flott blogg hjá þér líka.

     kv, Hörður

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • #1 Útilokaðu slaka

    18. mars 2012
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Fá verk hafi haft jafn mikil áhrif og vakið jafn mikla hrifningu kastsérfræðinga og veiðimanna síðustu árin eins og The Essentials of Fly Casting eftir þá feðga Jay og Bill Gammel. Margir hafa gripið þetta efni og lagt út frá því, jafnt í riti sem og á mynd og má þar nefna fjölda greina á midcurrent.com, sexyloops.com og síðast en ekki síst FFF Federation of Fly Fishers. Hér á eftir ætla ég að setja fram mínar hugleiðingar og skilning á þessum grundvallaratriðum Gammel feðga.

    Alveg sama hvort við erum byrjendur eða lengra komin, jafnvel ævafornir veiðimenn, þá er slakinn á línunni oftar en ekki að flækjast fyrir okkur. Sé línan ekki strekkt í upphafi kasts fer mikill kraftur og fyrirhöfn í að ná hleðslu í stöngina, nokkuð sem má forðast með því að byrja með strekkta línu. Skipuleggðu kastið alveg frá upphafi, losaðu þig við allan slaka með því að draga línuna inn eða nota  t.d. eitt veltikast til að leggja hana vel út áður en þú tekur hana upp í nýtt kast. Ef þú notar upptökuna til að rétta úr línunni þá sóar þú afli sem annars væri betur varið í að hlaða stöngina fyrir næsta kast. Það er ekki ráð að beita meira afli í upptöku til að losna við slaka. Ótímabær hröðun á línu getur kallað fram nokkurs konar höggbylgju sem færist niður eftir stönginni, stöðvast í úlnliðnum á þér og leitar síðan aftur upp eftir stönginni í aftara stoppi og eyðileggur það. Okkur hefnist alltaf fyrir ótímabæra hröðun.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Litur í vatni

    15. mars 2012
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Samsetning ljóss

    Ef ekkert væri ljósið væri engin liturinn, einfalt ekki satt. Og þetta er einmitt það sem við veiðimennirnir gleymum oft þegar kemur að lit á flugu í vatni. Vatn virkar eins og ljóssía. Efst í vatninu eru fáir litir sem falla út en því neðar sem dregur í vatninu falla fleiri litir út og á botninum sitjum við eftir með gráa eða alveg svarta flugu.

    En það er fleira sem hefur áhrif á lit flugna heldur en dýpið. Flest vötninin okkar eru annað hvort blá- eða grænleit og þessir litir hafa líka áhrif á það hvernig og á hvaða dýpi litur flugunnar breytist. Ef vatnið er aftur á móti gruggugt þá hverfa litirnir enn fyrr, mögulega verðu allt orðið svart á innan við 2m.

    Áberandi rauð fluga getur verið orðin svört í augum silungsins á u.þ.b. 10m dýpi við bestu skilyrði, heldur sem sagt litnum töluvert djúpt. Hvít fluga hegðar sér aftur á móti nokkuð ólíkindalega þar sem hvítur er jú samsuða allra lita. Hún heldur hvítum lit allt niður á 2m ef vatnið er þokkalega tært en tekur síðan nokkuð örum og áberandi breytingum á næstu metrum og flakkar allt litrófið þar til hún endar í svört.

    Öllum þessum litabreytingum getum við komist hjá, þ.e. ef við endilega viljum það, með því að nota flúrljómaðan lit í flugur. Fluorcent þráður heldur sínum upprunalega lit alveg niður í svartasta myrkur undirdjúpanna þar sem hann þarf mun minni birtu heldur en hefðbundin þráður. Höfum þetta í huga þegar við setjum brodd eða haus á púpurnar okkar.

    Ummæli

    Siggi Kr : Þetta er góð pæling, sérstaklega ef maður er að veiða í gígum eða frá báti með mikinn sökkhraða (línan, ekki báturinn . En spurning hvernig dýpið fer með flugurnar sem hafa mikla endurspeglun, svosem silfur og gull-litaðar flugur og eins allt þetta crystal og flash efni sem er í mörgum flugum. Ætli það haldi flugunum okkar áhugaverðari niður á meira dýpi en ella?

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Laumast

    12. mars 2012
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Smelltu fyrir stærri mynd

    Þegar við vitum af honum, þ.e. silunginum á ákveðnum stað í vatninu er um að gera að laumast að honum, aftan frá. Jafnvel þótt sjónsvið silungsins sé í raun nokkuð vítt, oft talað um einhvern 90° vinkil upp á við, þá er dauður blettur aftan við hann sem við getum nýtt okkur þegar við þurfum að fikra okkur nær. Mundu bara að því dýpra sem hann liggur, þeim mun víðar sér hann. Láttu fara eins lítið fyrir þér og unnt er og þú kemst töluvert nálægt honum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Byrjaðu á botninum

    9. mars 2012
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Flottur klassíker

    Þær eru; ómótstæðilegar, smart, glæsilegar, þokkafullar og umfram allt augnayndi. Hverjar? Jú, klassísku straumflugurnar. Sjálfur fell ég oft og iðulega fyrir þeim þegar ég er á vafri um netið, get bara ekki hamið mig, sest niður og hnýti eins og tvær, þrjár, just for the fun of it. En, ég sit uppi með þessar flugur í boxinu mínu og finn sjaldnast praktísk not fyrir þær þegar í vatnið er komið.

    Það er jú nokkuð útbreidd vitneskja að silungurinn leitar helst fæðu á botninum og þá oftast í líki lirfa, púpa eða kuðungs. Byrjaðu á botninum, þaðan liggja allar leiðir upp á við. Hnýttu púpur til veiða og láttu það eftir þér að hnýta litskrúðuga straumflugu, svona til að eiga.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Litur á flugu

    3. mars 2012
    Hnýtingar

    Upp

    Forsíða

    Litbrigði Nobblera

    Við þekkjum það ágætlega að velja okkur flugu fyrir silunginn eftir því sem hann er að éta hverju sinni. En stundum er líka ágætt að hafa það í huga mismunandi árstíðir eiga sér sína liti. Snemma vors og síðla hausts gefa dökkar, jafnvel svartar flugur betur en þær skæru sem frekar eru orðaðar við bjart veður og ekki síst gróskuna í vötnunum á sumrin.

    Allt vill lagið hafa, en sama lagið getur alveg virkað allt árið um kring ef við eigum það í mismunandi litbrigðum. Pheasant Tail, Héraeyra og t.d. Nobbler í mismunandi litbrigðum geta komið okkur töluvert langt árið um kring. Kannski eigum við að hnýta færri afbrigði, en í fleiri litum?

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 121 122 123 124 125 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar