Og enn tökum við fyrir eitt af grundvallaratriðum Bill Gammel. Þetta atriði fjallar um feril stangarinnar í gegnum kastið og þörfina á að við getum breytt honum og aðlagað þegar lengist í línunni.

Þegar við stefnum á tiltölulega stutt kast, t.d. 12‘ notum við stutta færslu stangarinnar frá fremstu yfir í öftustu stöðu. Lengri köst gera kröfu um lengri og hægari færslu stangarinnar. Að þessu sögðu erum við búin að ramma inn enn eina regluna sem gott er að hafa í huga; Stutt lína, stutt færsla. Löng lína, löng færsla. En það er fleira sem við verðum að hafa í huga þegar við glímum við mismunandi línulengd. Með stuttri línu og stuttri færslu hreyfist stangartoppurinn fram og aftur nánast alltaf í sömu hæð og kasthjólið okkar verður þar af leiðandi þröngt. Þegar línan lengist lengjum við í ferlinum og ef við viljum ekki lenda í vandræðum með of stórt kasthjól verðum við að gæta þess vandlega að ferill stangartoppsins verði ekki ávalur, þ.e. munurinn á neðstu og efstu stöðu hans verði ekki of mikill. Það sem hjálpar okkur við að halda ferlinum beinum er auðvitað aukin þyngd línunnar sem við erum að meðhöndla. Lengri lína, aukin þyngd, sem ásamt auknu afli sem við leggjum í kastið sveigir stöngina betur, hleður hana meira og við getum nýtt okkur þetta til að halda stangartoppinum í beinni línu í gegnum ferilinn.

Með einfaldri samlagninu á reglu #2 og #3 fáum við út; Stutt lína, stutt færsla, stutt bið. Löng lína, löng færsla, löng bið.

Ummæli

Siggi Kr : Ég á þessa mynd (Casts that catch fish) og get alveg sagt að þetta er að mínu mati með betri myndum sem útskýra köst og kasttækni. Mæli með því að ef þið hafið einhver tök á að nálgast hana að þið gerið það jafnvet þó þið séuð reyndir kastarar.

1 Athugasemd

  1. Ég á þessa mynd (Casts that catch fish) og get alveg sagt að þetta er að mínu mati með betri myndum sem útskýra köst og kasttækni. Mæli með því að ef þið hafið einhver tök á að nálgast hana að þið gerið það jafnvet þó þið séuð reyndir kastarar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.