Silungur að vori

Urriði

Það liggur það orð á silunginum næstu vikurnar að hann sé alls ekki eins var um sig eins og þegar líða fer á sumarið, en það þýðir nú samt ekki að hann sé í einhverjum sjálfsmorðshugleiðingum. Við þurfum eftir sem áður að fara varlega að honum og umfram allt rólega. Lífríkið fer rólega af stað, mun rólegar heldur en við veiðimennirnir eftir veturlangan sult í veiði.

Eitt af því sem við þurfum að glíma við er þetta vandamál með línuna, tauminn og taumendann. Þetta vill allt stífna í köldu vatninu og skilja eftir sig rákir og slóða þar sem við viljum síst sjá þær. Því er ráð að finna til alla mjúku taumana og taumendana til að nota fyrst á vorin.

Í köldu vatninu heldur fiskurinn sig mjög neðarlega í vatninu, kannski þetta fet til tvö frá botninum og bíður þess að eitthvert æti syndi hjá. Það er ekki mikil fart á honum og því þurfum við að gíra okkur aðeins niður til að ofbjóða honum ekki. Hægur inndráttur með þokkalega þyngdum púpum og umfram allt, litlum. Það er ekki mikið um ofvaxnar lirfur á ferðinni svona snemma, það sem er á ferðinni er enn lítið og oft rautt eða svart. Það er sjaldnast ástæða til þess að taka öll fluguboxin með sér fyrstu dagana, fáar en vel valdar flugur sem líkja eftir lirfum í vetrarhýði ættu að duga og svo einn og einn Nobbler ef einhver seiði eða síli eru á stjái.

Tökurnar eru grannar þannig að stutt köst með strektri línu eru líklegri til að leiða nartið upp í fingurgómana á okkur heldur en löng köst og mögulegur slaki. Við getum leyft okkur að veiða stutt að vori því eins og ég nefndi í upphafi, þá er silungurinn ekki eins var um sig og hreyfir sig ekki fyrr en í fulla hnefana, hans fyrsta hugsun er enn orkusparnaður.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com