Flýtileiðir

#5 Í beinni línu

Til þess að geta framkallað þröngt kasthjól verður stangartoppurinn að ferðast í beinni línu. Ferill sem fellur í miðjunni kallar fram vindhnúta. Við höfum farið í gegnum þetta í grundvallarreglu #3. En það er önnur bein lína sem ferillinn okkar ætti að fylgja, sá sem við gætum komið auga á ef við værum staðsett fyrir ofan stöngina og horfum niður á kastið. Náum við að halda ferlinum í bæði láréttu og lóðréttu plani, uppskerum við þröngt kasthjól, þröngan línuboga og við eigum mun meiri séns á móti vindi. En það er annar kostur við þröngan línuboga, það er mun auðveldara að stjórna framsetningu flugunnar undir þröngum línuboga heldur en víðum. Víður línubogi er líka ávísun á að við missum línuna niður í fram- eða bakkastinu og við förum að glíma við sama vandann og við lýstum í grundvallarreglu #2.

Og svona hljóðar síðasta af grundvallarreglum Gammel feðganna eftir að ég hef stytt og sagt með mínum orðum nokkrar af þeim greinum sem skrifaðar hafa verið um The Essentials of Fly Casting. Klippurnar sem ég hef látið fylgja þessum greinum eru úr myndinni Casts that Catch Fish frá On the Fly Production þar sem Carl McNeil fer á kostum í frábærum sýnidæmum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com