Vorflugulirfur

Þessar kistur matar eru oft fyrstar til á vorin. Grunnt vatnið hlýnar fyrr og fiskurinn leitar þangað upp úr djúpinu til að ylja sér og leita fæðu. Það sem gerir grynningarnar að þessari matarkistu er auðvitað sólarljósið sem hleypir gróðrinum af stað og þar með dýralífinu. Þetta eru slóðirnar þar sem skordýrin klekjast.

Við þekkjum fengsæla staði í vötnunum snemma morguns og síðla kvölds en málið er ekki endilega svona einfalt á vorinn. Ljósaskiptin eru ekki fyrsti kostur silungs í fæðuleit að vori. Vatnið er einfaldlega of kalt á þessum tíma sólarhrings. Nær lægi væri að leita fiskjar milli hádegis og seinna kaffi. Þá hefur veik vorsólin náð að ylja vatnið aðeins á grynningunum og laðað fiskinn til sín. Fram að þeim tíma er vatnið jafnvel hlýrra úti í dýpinu svo fiskurinn er lítið á ferðinni. Sólin er sjaldnast það sterk snemma vors að silungurinn fái glýju í augun eins og hann gerir gjarnan á miðju sumri.

Eins má alltaf reyna fyrir sér úti í dýpinu og laða fiskinn með einhverri glepju upp á grynningarnar, það getur oft færst fjör í fiskinn þegar hann finnur að vatnið er hlýrra þar sem flugan er.

Ummæli

Hörður : Góðir punktar. flott blogg hjá þér líka.

 kv, Hörður

2 Athugasemdir

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.