#2 Tímasetning

Annað grundvallaratriði þeirra Gammel feðga snýr að tímasetningu í kastferlinum okkar. Og eins og áður þá fylgir klippa með Carl McNeil með greininni þar sem hann rekur málið í smáatriðum.

Tímasetning er vandamál sem flestir veiðimenn glíma oft og iðulega við. Þegar við við skiptum á milli bak- og framkasts verðum við að hinkra örlítið við á meðan línan réttir úr sér áður en við leggjum af stað í framkastið. Ef við hinkrum of lengi myndast slaki á línunni og við sláum flugunni niður í vatnið eða jörðina að baki okkar. Ótímabær hröðun í framkastið verður aftur á móti til þess að enda línunnar er þröngvað í stefnubreytingu áður en hann hefur rétt úr sér og við heyrum þennan óþægilega svipusmell sem flest okkar könnumst við. Fræðilega séð er líka möguleiki að framkalla svipusmell í lok framkastsins, en staðreyndin er aftur á móti sú að það gerist sára sjaldan. Ástæðan er einföld; við fylgjumst betur með því í framkastinu að línan nái að rétta úr sér áður en við leggjum af stað í bakkastið; Ergo, tímasetningin okkar er betri í framkastinu. Ef við látum það nú eftir okkur að fylgjast eins vel með línunni í bakkastinu eins og við gerum í framkastinu, þá má bæta tímasetninguna þar til mikilla muna. Allt byggist þetta á ákveðinni þolinmæði, smá bið eftir því að línan nái að rétta úr sér. Þessi bið er í réttu hlutfalli við lengd þeirrar línu sem við erum að vinna með hverju sinni. Stutt lína, stutt bið. Löng lína, löng bið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com