FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Sokkabuxur

    21. júlí 2012
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Nei, þú ert ekki að misskilja fyrirsögnina. Sokkabuxur, þessar sem þvælast um í þurrkaranum innan um sokkana okkar strákanna, eru alveg tilvaldar til fluguhnýtinga. Þær eru alveg tilvaldar til að halda brjóstunum á Bobbingaflugum á sínum stað og ekki síðra efni í bak á púpum, helst rækjum. Mér skilst að líftími svona buxna sé frekar skammur og það falli alltaf eitthvað til af svona dóti, helst hjá konum. Þeir ykkar hnýtaranna sem ekki nota svona græjur sjálfir, endilega setjið inn pöntun hjá kunnugum fyrir svona græjum, helst í mismunandi litum. Athugið: netsokkabuxur hafa takmarkað notagildi við hnýtingar. Þú getur lesið meira um Bobbingaflugur á blogginu hans Svarta Zulu hérna.

    Ummæli

    21.07.2012 – Þórunn Björk: Aha….þetta útskýrir ýmislegt…..en,…í hvað notaðir þú þá netsokkabuxurnar?

    Svar: Við ræðum þetta bara á koddanum, frú mín góð.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Minnisbókin

    12. júlí 2012
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Minnisbók

    Að skrá afla er eitthvað sem margir veiðimenn gera. Sumir nýta sér Veiðibók.is sem er snilld og alveg í anda veiðimanna; segja frá og deila. Sumir kvitta fyrir sig á bloggsíðum eins og Veiði.is, sami andi; segja frá og deila. Fjölmargir bloggarar segja svo ítarlega frá sínum ferðum og aflabrögðum, sjá t.d. Tenglar.

    En svo eru þeir sem færa nákvæmar veiðibækur, minnisbók, Excel skjal eða hvað eina sem kemur að notum og er hendi næst. Að skrá staðsetningu, tíma, aðstæður og afla er allt til þess fallið að mynda gagnabanka sem nýtist mönnum fyrir síðari veiðiferðir. Því ítarlegri sem skráningarnar eru, því betri banki verður til. Nokkur grundvallaratriði sem gott er að skrá eru; Staðsetning, tími, veðurfar og vindátt, gerð flugu, stærð flugu, fiskurinn, stærð hans og kyn. Ítarlegustu skráningar gætu svo innihaldið atriði til viðbótar eins og t.d. hitastig vatns, tunglstaða, gerð botns, gróðurfar, línu #, taumur #, lengd taums og taumaenda.

    Þegar svona upplýsingar hafa safnast saman í nokkurn tíma, fara menn oft að sjá ákveðna fylgni á milli atriða sem geta hjálpað til við val á stað og stund til veiða í ákveðnum eða sambærilegum vötnum. Auðvitað kallar þetta á nokkra ögun sem auðveldara er að mæla með en ástunda. Einhver skráning er þó betri en engin.

    Ummæli

    12.07.2012 Siggi Kr: Ég nota veidibok.is fyrir flest allar ferðir, svo og mitt frekar auðmjúka blogg en er síðan með alveg sérstaka skruddu þar sem ég skrái allt nákvæmlega fyrir Veiðivötn.

    Svar: Jæja, eigum við ekki að láta lesendur dæma um ‘hið auðmjúka blogg‘ 🙂 Kíkið á málið og skjótið nú endilega kommenti á Svarta Zulu hvernig ykkur líkar bloggið hans. Ég hef nú alltaf verið frekar hrifinn af því.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Vatnabobbar

    9. júlí 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Vatnabobbi

    Vatnabobbi finnst nánast í öllum vötnum á Íslandi, í óteljandi stærðum og afbrigðum. Oftast eru skeljar bobbanna frá því að vera gulhvítar yfir í það að vera móbrúnar. Ekki er óalgengt að skeljarnar taki til sín lit úr umhverfinu, svo sem rauðleitan blæ úr mýrarrauða. Stærð vatnabobba er allt frá 5 mm og upp í 25 mm. Útbreiðsla vatnabobba innan einstaka vatn getur verið mjög mismunandi. Eitt vatn getur boðið upp á kjör aðstæður fyrir vatnabobba á miklu dýpi á meðan önnur virðast snauð af bobba nema í flæðarmálinu. Fræðingar virðast ekki vera á eitt sáttir um ástæður þessa þannig að væntanlega er best að skoða sig vel um við hvert vatn og velta varlega við einstaka steinum og skima eftir þeim.

     

    Killer
    Killer – svartur
    Watson’s Fancy

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Vatnaklukka

    6. júlí 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Vatnaklukka

    Aðeins ein tegund vatnaklukku hefur fundist um allt Ísland, séu Vestfirðirnir undanskildir. Fullorðin vatnaklukka lifir í lækjum, vötnum og tjörnum. Bæði lirfan og fullorðin klukkan lifa fyrst og fremst á gróðri. Fullorðin hefur vatnaklukkan fundist frá miðjum apríl og vel fram í ágúst.  Flest bendir til að varp eigi sér stað upp úr miðju sumri, júli og ágúst. Það sama á við um vatnaklukkuna og brunnklukkuna, ekki er vitað með vissu hve stóran sess hún skipar í fæðu silungs á Íslandi.

     

    Peacock
    Killer – svartur

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Brunnklukka

    3. júlí 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Brunnklukka

    Fjórar tegundir af brunnklukkuætt finnast á Íslandi. Allar eiga þær það sameiginlegt að teljast til rándýra, bæði sem lirfur og sem klukkur. Brunnklukkan er mjög algeng um allt land og finnst í flestum vötnum, þó ekki ám og straumhörðum lækjum. Lirfa brunnklukkunnar nefnist vatnsköttur og finnast helst í júlí og ágúst. Fullvaxta klukkur finnast allt árið um kring.  Skoðanir eru mjög á reyki um það hve stóran sess klukkur skipa í fæðu fiska, en tæplega er hann þó stór þar sem viðkoma klukkna er ekki mikil í Íslenskum vötnum.

     

    Peacock
    Killer – svartur

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Ætið: Hornsíli

    30. júní 2012
    Ætið

    Upp

    Forsíða

    Hornsíli

    Hornsíli er lítill fiskur, oftast 4 – 8 sm að lengd. Hann er straumlínulagaður og er sverastur um miðjan bol. Hornsílið er algengt í ferskvatni á Íslandi og í sjó við strendur. Litur hornsíla er nokkuð breytilegur, alveg frá silfruðum yfir í blágræn, dökkna verulega á hrygningartímanum og hængarnir verða allt að því rauðir. Hrygning á sér stað að vori, í maí og júní þegar vatnshitinn hefur náð 6-8°C. Frá því ísa leysir og fram að þeim tíma er sílið ekki mikið á ferðinni, nema þá þegar næst er komið að hrygningu þegar hængurinn byrjar undirbúning hreiðurgerðar. Hornsílið er eini fiskurinn á og við Ísland sem gerir sér hreiður til hrygningar. Eggin klekjast á innan við viku til mánaðar, allt eftir hitastigi og súrefnismagni. Þar sem hornsílið er nánast ránfiskur í eggjum annarra fiska, má segja að skrattinn hitti ömmu sína þegar urriðanum og sílableikjunni bregður fyrir og gera sér hornsílin að góðu.

    Nytsemi hornsíla er afskaplega takmörkuð, nema þá fæða stærri fiska.

     

    Nobbler – orange
    Nobbler (olive)
    Nobbler – svartur
    Black Ghost
    Connemara Black
    Dentist

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 115 116 117 118 119 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar