Brot

Sumir segja það aðeins tímaspursmál hvenær stangveiðimenn lendi í því að brjóta stöngina sína. Á hverju sumri sér maður blogg- og spjallfærslur þar sem menn býsnast yfir þessu og tímanum sem fer í að fá nýjan topp á stöngina. Vissulega getur þetta verið bagalegt, sérstaklega fyrir þá sem ekki eiga stöng með auka-toppi eins og ég.

Fyrir einhverju síðan setti ég saman nokkur atriði sem lesast áttu með öfugum formerkjum varðandi það að brjóta stöngina sína, en hverjar eru algengustu ástæður þess að stangir brotni?

U.þ.b. 25% stangarbrota eiga sér stað þegar við reisum stöngina, annað hvort í viðureign við fisk eða þegar við reynum að losa festur. Sem sagt; tökum varlegar á því og reynum að stilla stöngina betur af, ekki troða henni upp í skýjahuluna yfir höfði okkar. Reynum að nota línuna til að tempra óvænt átak frá fiski. Svo notum við bara alls ekki stöngina til að losa festur, tökum frekar í línuna og höfum stöngina beina í átt að flugunni.

Að grípa um stöngina fyrir ofan handfang er náttúrulega algjörlega bannað. Stangir eru hannaðar miðað við það að við höldum höndunum að okkur og á handfanginu. Öll önnur grip eru til þess fallin að grípa fram fyrir hugmyndir hönnuðarins um það hvernig stöngin á að vinna.

Ótrúlega mörg brot eiga sér einnig stað þegar við þræðum stöngina. Sumir láta hjá líða að draga næga línu út af hjólinu áður en þeir þræða og taka síðan hressilega á því þegar þeir eru komnir fram yfir 2/3 stangarinnar, einmitt að veikustu hlutum stangarinnar og sveigja þannig fremsta partinn svo hann brotnar. Nei, við tökum nægjanlega langa línu út af hjólinu áður en við þræðum og við þræðum stöngina beint fram, ekki niður og alls ekki til hliðar.

Þungar flugur í svifi eftir lélegt eða misheppnað kast geta verið stönginni banvænar. Þó við sleppum við að brjóta stöngina einmitt þegar hún skellur á henni, þá getur flugan sært toppinn þannig að við næsta alvöru átak brestur hún einmitt á þeim slóðum.

Eftir langan dag og stífa veiði fer stöngin stundum að losna upp á samskeytunum. Fyrstu einkennin eru svolítið óstöðugar hreyfingar og svo dettur stöngin í sundur. Ef við erum heppinn þá dettur hún einmitt bara í sundur og við lítum aulalega í kringum okkur, drögum inn og setjum hana aftur saman. En, stundum er það bara of seint. Ef hressilegt átak kemur á stöng sem farinn er að losna upp á festingunum, þá getur það orðið til þess að hún brotni. Oft þarf ekki nema einn til tvo vafninga af límbandi við samskeytin til að hindra þetta eða kanna stöngina í hvert skipti og maður skiptir um eða kannar ástand flugunnar.

Óþarfi er síðan að minnast á það hvernig við röltum með stöngina okkar. Hún á að vísa aftur, ekki fram.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com