Flýtileiðir

Sýpur hann eða bítur?

Lítill eða stór?

Almennt séð þá held ég að veiðimenn séu sammála um að urriðinn tekur fluguna okkar öllu ákveðnar heldur en bleikjan, eða hvað? Það getur verið stór munur á því hvort fiskurinn sé að taka agnið við botninn eða í efsta hluta vatnsbolsins. Ég var að gefa því aðeins gaum hvernig urriðarnir hafa verið að taka fluguna hjá mér í sumar. Flestir þeirra eru með hana fasta í öðru munnvikinu, raunar frekar því hægra ef það skiptir nú einhverju máli. En einstaka hafa verið með hana fasta fyrir miðju í annarri hvorri vörinni. Góður maður sagði mér um daginn að ástæðan fyrir því að við fyndum meira fyrir töku urriðans væri einfaldlega sú að hann nálgast bráðina frá hlið og rífur hana til sín, þ.e. í gagnstæða átt við inndráttinn okkar. Bleikjan nálgist bráðina aftur á móti beint af augum og dragi hana niður eða til hliðanna eftir töku. Já, þetta stemmir við það að maður finnur minna fyrir bleikjutöku heldur en urriða.

En hvað með það þegar fiskurinn sýpur bráðina? Þegar ég fer að hugsa um það, svona eftir á, þá get ég alveg trúað því að urriðarnir og bleikjurnar sem hafa tekið í vörina hafi verið að nálgast ætið öllu varfærnar, sopið hana beinlínis upp í sig. Hverjir hafa ekki lent í því að stimpla litlu sætu hringina á yfirborði vatnsins sem leik smáfisks eða nettar uppitökur en síðan tekið vænan fisk á þessum slóðum skömmu síðar, þ.e. þeir sem ekki forðast smáhringina og leggja fluguna niður á öðrum stað, orðnir leiðir á tittunum. Stórfiskurinn tekur bráðina ekkert frekar með látum. Stundum tekur hann bara með því að renna sér upp að yfirborðinu og súpa hana í kjaftinn, ekki einu sinni með skoltinn upp úr. Skorkvikindi á yfirborðinu eða örmagna fluga sem marir rétt undir því. Ég lenti einmitt í þessu um daginn í Úlfljótsvatni. Allt vaðandi í tittum og vatnið morandi í ólympíuhringjum hingað og þangað. Einhver óeirð og ergelsi yfir lélegum köstum varð til þess að ég henti beint á eina uppitökuna, langt því frá þá stærstu og viti menn; flott bleikja sem var fyrir löngu vaxin upp úr því að vera tittur með fluguna í vörinni. Stórir hringir, stórir fiskar; kannski. Litlir hringir, litlir fiskar; nei, ekkert endilega.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com