Línulykkja

Þeim fer fækkandi, en eru samt ennþá til sem hnýta tauminn sinn á línuna með Nail knot. Flestir hafa frelsast og nota fasta lykkju á línunni og tengja þannig í fasta lykkju á taum. En úr hverju vilja menn hafa línulykkjuna? Margar flugulínur koma með soðnum lykkjum sem er allra góðra gjald verðar svo lengi sem þær eru heilsteyptar og úr aðeins stífara efni heldur en línan sjálf. Ég hef sjálfur átt línu sem var einfaldlega lykkjuð með því að fremsti hluti hennar hafði verið lagður aftur og soðin við línuna. Fljótlega særðist kápan undan eingirninu í taumnum og byrjaði eflaust að leka þar sem opið var inn í kjarna. Ég var fljótur að klippa framan af og setja tilbúna ofna lykkju á línuna.

Ef vandað er til ásetningar ofinnar lykkju getur hún dugað ansi lengi en það er alltaf þess vert að gæta vel að þrifum hennar og hvort hún sé byrjuð að rakna upp. Þessar lykkjur eiga það til að safna í sig óhreinindum sem verða til þess að þær stífna, jafnvel í óheppilega átt. Það er fátt bagalegra heldur en veiða með lykkju sem er alltaf thumbs up og leyfir tauminum ekki að leggjast beint fram. Eins eiga þessar lykkjur það til að særast og rakna upp og því um að gera að fylgjast vel með þeim og skipta um ef þær eru orðnar tæpar.

Ofnar lykkjur

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com