FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Join the dark side

    27. ágúst 2012
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Join the dark side

    Þar kom að því, ég bara varð að sletta enskum titli á þessa grein. Einmitt um þessar mundir er einn mest spennandi tími vatnaveiðinnar að renna upp. Í mörgum vötnum er bleikjan byrjuð að hrygna, annars staðar er hún að hópa sig, pússa botninn eins og einn orðaði það. Urriðinn aftur á móti er að fikra sig hægt og rólega upp úr dýpinu, vatnið að kólna og hann gengur grimmt upp á grynningarnar í ætisleit, sérstaklega þegar kvölda tekur. Nú er rétti tíminn til að halla sér að hinni myrku hlið vatnaveiðinnar ‚Join the dark side‘.

    Þegar skyggja tekur er vatnið á grynningunum orðið svalara og síli og seiði hætta sér undan smásteinunum og eru auðveld bráð huguðum urriðum sem koma svangir upp úr dýpinu. Að veiða rétt fyrir og fram í myrkur er oft ævintýralegt á þessum árstíma, þ.e. ef púpuveiðimenn eins og ég hafa rænu á því að skipta yfir í straumflugu sem líkir eftir smáfiskinum. Urriðinn er í átaki þessa dagana, fituátaki svona rétt áður en hann dettur í hrygninguna og aðrir líkamspartar heldur en maginn fara að ráða för.

    Ummæli

    Darth Vader
    Martin Joergensen

    27.08.2012 Svarti Zulu: Svarthöfðapúpan hlýtur að eiga einstaklega vel við á svona stundum: http://globalflyfisher.com/patterns/darth_vader/

    Svar: Góður, ekki lengi að kveikja. Skjótum inn mynd hérna af kvikindinu…. Ekki sú fyrsta góða sem Martin Joergensen, ein af aðal-driffjöðrum Global Fly Fisher hefur sent frá sér. Það er vel þess virði að flakka í gegnum síðuna og spotta út flugurnar sem hann hefur hnýtt í gegnum tíðina.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Endurhnýtingar

    24. ágúst 2012
    Hnútar

    Upp

    Forsíða

    Það er alveg sama hve góðir við erum í að hnýta fluguna á tauminn, hnútarnir geta alltaf gefið sig. Við það að hnýta einþátta taumaenda við fluguna teygjum við alltaf á efninu að meira eða minna leiti og það leitast við að jafna sig, smokrar sér jafnvel smátt og smátt út úr hnútinum, reynir að rétta úr sér eftir að við höfum sveigt það og beygt inn í hann. Auðvitað er þetta bara agnarlítil hreyfing en nóg samt til þess að veikja hnútinn.

    Ekki gleyma að endurhnýta fluguna annað slagið á meðan þú veiðir, undantekningarlaust eftir að þú hefur lagt stöngina frá þér í hléi, hvað þá yfir nótt. Það getur verið svo grátlegt að týna uppáhalds flugunni, hvað þá missa fisk bara vegna þess að maður nennti ekki að taka upp hnútinn. Þetta á einnig við um tengsl taums og taumaefnis.

    Traustur?

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Stökkvari

    21. ágúst 2012
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Trúlega er mannskeppnan óútreiknanlegasta lífvera jarðar. Venjur og hefðir stjórna svo miklu í fari okkar. Þegar svo venjurnar festa sig í sessi þá verður til hefð sem flestum er alveg mein illa við að rjúfa. Ýmislegt í stangveiðinni á rætur að rekja til þessa háttarlags okkar og viðbragð við stökkvandi fiski er eitt af þessu.

    Fyrir margt löngu var ég að velta fyrir mér hvað teldust ‚rétt‘ viðbrögð við fiski sem tekur upp á því að stökkva við töku. Nýleg ummæli við grein urðu síðan til þess að ég leitaði enn betur í sameigninni, veraldarvefnum og fann fullt af professional svörum til viðbótar því sem ég hafði pælt í sjálfur. Niðurstaðan er nokkuð ljós; ekki gera ekki neitt, veldu aðra hvora leiðina hér að neðan.

    Gefið eftir

    Gefðu línuna slaka segja sumir og meina þá að maður eigi að gefa fiskinum lausan tauminn. Eins og Hilmar segir í ummælum við Eftir töku, þá grípur eðlishvötin marga veiðimenn og þeir lækka stangarendann niður að vatninu og/eða losa línugripið alveg þannig að fiskurinn fái slaka. Helstu rökin fyrir þessu eru að fría tauminn og taumendann fyrir óþarfa álagi sem skapast stundum í stökkinu. Þetta eru góð og gild rök þegar menn setja í stærri fisk heldur en græjurnar frá A-Ö miðast við, en almennt er það nú svo að slitstyrkur taums og enda er nokkuð vel við vöxt hjá okkur. Ef fiskurinn tekur aftur á móti upp á því að hrista hausinn í stökkinu með góðan slaka á línunni eru mjög miklar líkur á því að flugan/öngullinn losni úr honum. Flest af því sem ég hef lesið eru ráð sem eru gefin þeim sem stunda veiðar á stærri og aflmeiri fiskum heldur en þeim sem finnast að öllu jöfnu í stöðuvötnum á Íslandi. Hvort þessi aðferð sé góð og gild í laxveiði veit ég ekki, þar skortir mig almenna þekkingu.

    Strengt á línu

    Notaðu tækifærið og dragðu inn eða hækkaðu stöngina enn meira, að því gefnu að þú hafir aðeins reist hana um 45° eins og nefnt er í Viðbragð. Hér er ekki verið að tala um eitthvert offors, brjálæði á hjólinu til að fá fiskinn til að skipta um stefnu í stökkinu, heldur það eitt að viðhalda svipaðri spennu í gegnum stökkið eins og þú hafði náð fyrir það. Hér má auðvitað ekki vera með bremsuna í botni ef fiskurinn skildi nú taka á rás eftir lendingu sem er ekki óalgengt. Bremsan á að vera hæfilega stillt eða jafnvel eilítið of slök, því það er betra að auka við heldur en fá kipp sem slítur taum eða hnút. Þetta er sú leið sem ég hef tamið mér í gegnum tíðina og ég er nokkuð viss um að ég hef ekki misst fleiri fiska í stökkinu heldur en næsti maður sem mögulega notar slöku leiðina, sem sagt mín hefð.

    Vel að merkja, þegar ég sé að fiskurinn sem ég hef krækt í er nokkuð undir matstærð þá gef ég honum stundum lausan tauminn, lækka stöngina til að gefa honum slaka og svigrúm til að losa sig af. Oftar en ekki tekst þetta með ágætum og fiskurinn syndir burt, frelsinu feginn og án þess að ég hafi þreytt hann of mikið. Það sem einum dugar vel til að halda í fisk, reynist öðrum ágætlega til að sleppa honum.

    Ummæli

    01.09.2012 Urriði: Ég nenni ekki að standa í að halda svona úti sjálfur, þetta eru hvortsem er bara eintómar montsögur, nenni ekki að skrifa nema e-ð merkilegt hafi gerst. Svo er bara fínt að takmarka þetta við lesendahóp veidi.is, vil ekki að þetta svæði fái of mikla athygli. Mér er alveg sama um fjölda heimsókna og svoleiðis, er að þessu fyrir sjálfan mig og engan annan :)

    31.08.2012 Urriði: Jæja, ég fór aftur að veiða í kvöld og er búinn að jafna mig (sjá hér ). Búinn að taka bloggið þitt aftur í sátt :)

    Svar: Glæsilegt, til hamingju Urriði. Án þess að draga úr mikilvægi og skemmtigildi veida.is (þú átt reyndar flestar bestu frásagnirnar), þá finnst mér að nú sért þú kominn langt útfyrir spjallsíður í frásögnunum þínum, hvenær kemur þú þér upp bloggi, drengur? Þetta eru svo skemmtilegar og fræðandi greinar, að ég tali ekki um myndirnar að ég er viss um að fjöldi veiðimanna, ekki bara á Íslandi hefðu gaman að því að fylgjast með. Góð stikkorð á alþjóðlegri bloggsíðu og þú næðir örugglega til US, UK og Skandinavíu, meira að segja ég er með á 3.þús. reglulegar heimsóknir á þessu ári frá þessum löndum.

    30.08.2012 Urriði: Ég var að enda við að missa flotta urriðahrygnu(2-3 pund) sem losnaði af í miðju stökki. Ég hélt strekktu og kenni þessum pistli alfarið um! (ath. að ef ég hefði gefið slaka og misst fiskinn þá hefði ég samt kennt þessum pistli um)

    Svar: Æ, þetta var nú leitt að heyra. Huggun harmi gegn að nú hefurðu einhverjum um að kenna 🙂

    21.08.2012 Hilmar: Þakka kærlega góð svör. Held ég þurfi að fara að prófa að halda aðeins við.

    mbk, Hilmar

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Eftir töku

    17. ágúst 2012
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Er hann á?

    Þegar fiskur hefur tekið og þú ert byrjaður að kljást við hann í félagi með besta vini þínum. flugustönginni, þá er gott að hafa í huga;

    Fiskurinn syndir ekkert endilega í gagnstæða átt við stangarendann. Oftar en ekki syndir hann til hliðar m.v. upprunalega stefnu flugunnar. Ekki elta fiskinn með stangarendanum, láttu stöngina alltaf vísa að þeim stað þar sem línan sker sig upp úr vatninu. Allar aðrar áttir mynda óþarfa slak á línunni sem fiskurinn getur nýtt sér til að losna.

    Ekki lyfta stönginni meira en 45° upp og haltu línunni hæfilega strekktri. Vertu samt alltaf tilbúinn að lækka stöngina aftur ef fiskurinn tekur á rás og vill draga meiri línu út í vatnið. 45° er líka mjög temmileg hæð, ef þú þarft á smá viðbót í hækkun að halda ef fiskurinn skildi nú taka á rás í fangið á þér.

    Ummæli

    18.08.2012 – Hilmar: Sæll Kristján. Flottar upplýsingar að finna hér eins og von er vísa. Spurning hvort þú setjir ekki inn viðauka um hvað skal gera þegar fiskurinni ákveður að stökkva?
    Hvað skal þá gera. Mín tækni hingað til er að gefa allt slakt, en hef þó misst þá þó nokkra við það. Hef aldrei prófað að halda við, þó ég hafi haft það á bak við eyrað, þá virðist sem eðlishvötin nái yfirhöndinni og ég gef alltaf slakan taum um leið og ég sé þá birtast fljúgandi upp úr vatninu. Hefurðu einhverja góða punkta, reynslu í þessum efnum?

    takk fyrir snilldar síðu.

    mbk, Hilmar

    Svar: Góður punktur, nú þarf ég bara að róta í punktunum mínum og sjá hvort ég eigi ekki eitthvað óskrifað um þetta. Sjáum til hvað finnst í ruslaskúffunni….

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Léttari lína í vindi

    15. ágúst 2012
    Kast

    Upp

    Forsíða

    Línubogi

    Þetta hljómar náttúrulega sem algjör fjarstæða í eyrum veiðimanna, en sýnið mér smá þolinmæði. Segjum sem svo að ég sé að veiða með miðlungs hraðri stöng #7 og hefðbundna WF7 línu þegar vindurinn tekur að blása beint í trýnið á mér. Til að byrja með reyni ég að þrengja kasthjólið til að koma línunni betur upp í vindinn, segjum að það þrengist úr 40 sm. niður í 30 sm. Enn eykur í vindinn og ég man eftir línu #6 sem ég er með í töskunni. Ef ég set nú þessa línu á stöngina (#7) þá reynir minna á hana og 2/3 hennar svigna minna heldur en með línu #7, ekki satt?  Fyrst mér tókst að minnka kasthjólið um 10 sm. með línu #7 ætti ég að geta þrengt hjólið enn meira með léttari línu og skotið henni þannig betur upp í vindinn.  Þessu til viðbótar ætti ég að geta valdið lengri undirspekkaðri línu í falsköstunum m.v. línu sem er á pari við stöngina, það þarf jú meira af línu #6 til að fylla þyngdarmörk kasthæfni minnar heldur en af línu #7.

    Og ef þú heldur virkilega að ég hafi úthugsað þetta upp á eigin spítur, þá hefur þú allt of mikla trú á mér. Hann heitir Lefty Kreh sem setti þetta fyrstur fram. Kannski ég prófi þetta bara sjálfur í næsta roki?

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Taka

    12. ágúst 2012
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Inndráttur

    Þú ert með línuna í gegnum fingurna á hægri hendir og þú finnur að það er tekið í fluguna, hvað svo? Það er ekki óalgengt að menn lyfti stönginni og margir, ósjálfrátt eða með fullri meðvitund, draga línuna snögglega inn með þeirri vinstri. Þetta er í sjálfu sér alveg ágætt en sumir sleppa/gleyma því alveg að taka í línuna og missa þannig af tökunni. Það að lyfta stönginni einni sér gerir yfirleitt lítið annað en taka óþarfa slaka af línunni því sára lítil hreyfing skilar sér út til flugunnar ef þú lyftir aðeins stönginni. Sé stangarendinn alveg við vatnsborðið, þar sem hann á jú að vera á meðan þú dregur inn, prófaðu að taka þétt í línuna, ekki ósvipað því sem þú gerir við ein- eða tvítog (haul). Með þessu móti tryggir þú fluguna við töku og getur svo fært stöngina í þægilega stöðu til að takast á við fiskinn og láta stöngina vinna með þér.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 113 114 115 116 117 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar