Ríkjandi vindátt

Ríkjandi vindáttir á Íslandi eru norð- og norðaustlægar áttir. Þetta þýðir auðvitað ekki að aðrar vindáttir séu ekki inni í myndinni enda þekkja veiðimenn það afskaplega vel að vindurinn blæs stundum úr öllum áttum og í einum veiðitúr er ekki óalgengt að verða fyrir gusti úr öllum áttum. Það sem hefur afgerandi áhrif á vindáttir og viðsnúning þeirra er auðvitað sú staðreynd að við erum eyland, lengst úti í Atlantshafi og flest allt undirlendi okkar er í svo mikilli nánd við sjóinn að viðsnúnings hafgolu í landátt gætir víðast.

Á flestum stöðum er mestur meðalvindur á milli kl.16 og 18 dag hvern. Tímabilið á milli 20 og 22 er hve mestur munur á vindi og logni, þ.e. vind lægir mest á þessu tímabili sólarhringsins. Undir kringumstæðum getur vindur síðan aukist aftur upp úr kl.22 eða lægt enn frekar en þá mun rólegar. Kyrrast er á milli kl.4 og 6 að sumarlagi, nánast alltaf logn.

Á þeim tíma sem við erum flestir á stjái, þ.e. veiðimenn að sumri til, hitnar yfirborð landsins meira heldur en sjávar og því skellur á okkur hafgola þegar heitt loftið stígur upp yfir landinu og kalt loftið leitar inn utan af sjó. Þegar þessi mishitun lands og sjávar snýst síðan við að nóttu til snýr hann sér í landátt eins og við þekkjum. Þessi viðsnúningur á sér einmitt gjarnan stað snemma morguns (4 – 6) og við upplyfum þessa dásamlegu kyrrð í náttúrunni. Hafgolan nær að sama skapi hámarki rétt um kl.17 (16-18).

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.