Vaktaskipti

Við þekkjum mismunandi hegðun fisks í veiðivötnum eftir tíma dags. Hegðun fisksins er að mestu stjórnað af framboði ætis og ef umhverfisþættir hafa stórkostleg áhrif á ætið þá breytist hegðun fisksins. Það dugir jú ekkert að vera í ætisleit þar sem ekkert ætið er.

Dagleg umhverfing vatns stjórnast mest af þeim svæðum sem grunnfæðu er að finna á. Svifið leitar niður á botninn að deginum til og það sama á því við um þá sem standa því næst í fæðukeðjunni. Smáfiskurinn aftur á móti lætur ekki plata sig niður í dýpið því þar leynast ránfiskarnir, þessir stóru sem éta þá. Þess í stað koma þeir sér fyrir undir steinum eða í gróðrinum og bíða þess að kvöldi og svifið rísi upp úr djúpinu og að yfirborðinu. Þá fara stubbarnir á stjá og …. stóru fiskarnir fylgja á eftir vitandi það að smáfiskurinn er auðveld bráð þar sem hann ber við himinn í vatnsskorpunni, ekki síst ef það er nú stjörnu- eða tunglbjart. En það eru einnig önnur vaktaskipti sem eiga sér stað í vötnunum, þau eru bundin við árstíðirnar. Til að einfalda málið getum við hugsað okkur að skipta vatninu upp í þrjú svæði:

Dýpið (2,5 – 3m og dýpra) er staðurinn þar sem fiskarnir halda sig á þegar vatnið er enn í vetrarham, kalt og lítið um æti. Síðla sumar heldur fiskurinn sig þarna til að kæla sig og kemur ekki upp fyrr en degi er tekið verulega að halla og vatnshitinn á grynningunum eða við yfirborðið hefur lækkað.

Mörk dýpis og grynninga er svæðið þar sem meðalhiti vatnsins er hve jafnastur yfir sumartímann. Hingað leitar fiskurinn rétt fyrir hrygningu og rétt eftir hana. Þetta er gjöfult svæði og mikið um æti sem hann nýtir sér óspart í undirbúningi hrygningar og í orkusöfnuninni rétt á eftir.

Grynningar (0,5 -1m) er staðurinn sem fiskurinn leitar upp á þegar hann fer í hrygningu. Einhver orðaði það sem svo að þegar kynhvötin dregur fiskinn upp á þetta svæði, skeytir hann engu um mögulegar hættur að ofan og við getum nálgast hann mun meira en aðra tíma ársins. Hvort menn vilja svo veiða þennan fisk er undir hverjum og einum komið. Einhverjir hafa orðað það sem svo að ‚greddubragð‘ sé af honum og lítið í hann varið á þessum tíma, aðrir vilja einfaldlega ekki taka á honum fyrr en eftir hrygninguna. Þeir sem ekki vilja leggja í hrygningarbleikjuna geta þá alltaf prófað að veiða aðeins dýpra, t.d. við mörkin því þar bíður urriðinn þess oft að bleikjan hrygni og hann geti sópað í sig þeim hrognum sem fljóta upp úr mölinni.

Dýptarkort

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.