Litið um öxl

Nei, nei, þú þarft ekkert að líta til með línunni“ var sagt við mig í sumar þegar ég var að vinna í kaststílnum mínum. Ég er þrjóskari en andsk… þegar því er að skipta og vil meina að viðkomandi hafi talið mig betri kastara heldur en ég er. Auðvitað veit ég og nýti mér það í 90% tilvika að ég get fundið það í þumlinum hvenær línan hefur rétt úr sér að baki mér og óhætt er að hefja framkastið. En, þegar ég hita upp eða æfi mig á flötinni hef ég, og mun trúlega halda áfram að líta aðeins um öxl í bakkastinu. Ég fer ekkert dult með þetta enda augljóst hverjum sem vill sjá. Hitt hef ég aftur á móti farið svolítið leynt með að ég tel mig áfram í framkastinu og ég tel mig til baka í bakkastinu. Það tekur; 1, 2, 3 fyrir línuna að rétta úr sér í framkastinu og það tekur hana 3, 2, 1, 0 að rétta úr sér í bakkastinu vegna þess að ég hef lengt aðeins í henni þegar kemur að bakkastinu. Lengri lína = lengri tími.

Öllu ofangreindu hætti ég síðan að pæla í þegar ég er komin með flugu á tauminn því þá er ég farinn að veiða, þá fær þumallinn að ráða og segja mér til um tímasetningar.

Ummæli

4.9.2012 Börkur Smári: Að líta um öxl í bakkastinu gerir ekkert nema gott, því bæði tímaseturðu framkastið betur og ósjálfrátt verður bakkastið betra því þú sérð hvernig það lítur út. Það eina sem við verðum að passa okkur á er að vinda ekki upp á líkamann í leiðinni. Þá tekur stangartoppurinn góðan sveig til hliðar og línan mun líklega lenda í sveig á vatninu í næsta framkasti.

Persónulega byrja ég alltaf að kasta og lít til baka í bakkastinu þangað til ég er kominn með góðan takt í köstin.

ps. svo er alltaf gott að vita hvað er fyrir aftan mann þegar maður er að veiða ;)

9.12.2012 – Stefán Hjaltested (af Facebook): Litið um öxl. Ef kastarinn stendur rétt að kastinu og hallinn er réttur frá þér átt þú ekki að þurfa að horfa á eftir línunni í bakkastinu Það er ljótt að venja sig á að gera það nema um verulegt lengdarkast er að ræða. Ekki horfir þú á bensín fótinn er þú gefur inn á bílnum? kv. Stefán

12.12.2012 – Börkur Smári – FlugukastEn þú lítur aftur fyrir þig þegar þú bakkar bílnum ekki satt Stefán :) ?

2 Athugasemdir

  1. Að líta um öxl í bakkastinu gerir ekkert nema gott, því bæði tímaseturðu framkastið betur og ósjálfrátt verður bakkastið betra því þú sérð hvernig það lítur út. Það eina sem við verðum að passa okkur á er að vinda ekki upp á líkamann í leiðinni. Þá tekur stangartoppurinn góðan sveig til hliðar og línan mun líklega lenda í sveig á vatninu í næsta framkasti.

    Persónulega byrja ég alltaf að kasta og lít til baka í bakkastinu þangað til ég er kominn með góðan takt í köstin.

    ps. svo er alltaf gott að vita hvað er fyrir aftan mann þegar maður er að veiða 😉

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.