Join the dark side

Join the dark side

Þar kom að því, ég bara varð að sletta enskum titli á þessa grein. Einmitt um þessar mundir er einn mest spennandi tími vatnaveiðinnar að renna upp. Í mörgum vötnum er bleikjan byrjuð að hrygna, annars staðar er hún að hópa sig, pússa botninn eins og einn orðaði það. Urriðinn aftur á móti er að fikra sig hægt og rólega upp úr dýpinu, vatnið að kólna og hann gengur grimmt upp á grynningarnar í ætisleit, sérstaklega þegar kvölda tekur. Nú er rétti tíminn til að halla sér að hinni myrku hlið vatnaveiðinnar ‚Join the dark side‘.

Þegar skyggja tekur er vatnið á grynningunum orðið svalara og síli og seiði hætta sér undan smásteinunum og eru auðveld bráð huguðum urriðum sem koma svangir upp úr dýpinu. Að veiða rétt fyrir og fram í myrkur er oft ævintýralegt á þessum árstíma, þ.e. ef púpuveiðimenn eins og ég hafa rænu á því að skipta yfir í straumflugu sem líkir eftir smáfiskinum. Urriðinn er í átaki þessa dagana, fituátaki svona rétt áður en hann dettur í hrygninguna og aðrir líkamspartar heldur en maginn fara að ráða för.

Ummæli

Darth Vader
Martin Joergensen

27.08.2012 Svarti Zulu: Svarthöfðapúpan hlýtur að eiga einstaklega vel við á svona stundum: http://globalflyfisher.com/patterns/darth_vader/

Svar: Góður, ekki lengi að kveikja. Skjótum inn mynd hérna af kvikindinu…. Ekki sú fyrsta góða sem Martin Joergensen, ein af aðal-driffjöðrum Global Fly Fisher hefur sent frá sér. Það er vel þess virði að flakka í gegnum síðuna og spotta út flugurnar sem hann hefur hnýtt í gegnum tíðina.

Eitt svar við “Join the dark side”

  1. Siggi Kr Avatar

    Svarthöfðapúpan hlýtur að eiga einstaklega vel við á svona stundum: http://globalflyfisher.com/patterns/darth_vader/

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.