Botnstraumur

Þar sem innstreymi er í vatn, hvort heldur alvöru á eða bara lítill lækur, þá er fiskjar von á þeim slóðum. Fiskurinn sækir í súrefnisríkt vatnið og þær pöddur sem með því berast og á heitum sumardögum sækir hann í svalann sem berst í vatnið. Veiðimenn áætla gjarnan að straumurinn sem sést á yfirborði vatnsins sé fæðuslóð og skeyta oft miklu minna um að veiða rétt utan hans. Ekki er óalgengt að menn leiti þessa straums með því að kasta upp í árfarveginn og leyfa línunni/flugunni að fljóta frítt út í vatnið og þar sem hún staðnæmist, staðnæmast þeir líka. En það er annar straumur þarna í vatninu. Þannig er að vatnið úr læknum er yfirleitt kaldara heldur en það sem fyrir er í vatninu og sameinast því alls ekki strax. Þegar skriðþunga vatnsins sleppir, sjáanlega strauminum, situr annar straumur eftir sem við sjáum ekki. Sá er á botninum og leitar oftar en ekki annars farvegar en yfirborðsstraumur. Ræður þar mestu landslagið á botninum og mögulegt útstreymi vatnsins.

Þessi straumur er til muna kaldari og næringarríkari heldur en sá sem við sjáum á yfirborðinu. Auk þess sem straumurinn flytur með sér, þá rótar hann upp æti af botninum og þetta veit fiskurinn og heldur sig gjarnan á þessum slóðum í vatninu. Eina vandamálið við þennan straum er að við getum átt mjög erfitt með að finna hann, það er afskaplega fátt sem segir okkur hvar hann liggur nema þá við séum svo heppin að finna hvar fluguna okkur rekur skyndilega ekki lengur í sömu átt og yfirborðsstraumurinn eða vindurinn.

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.