FOS
  • Færslur
  • Flugur
  • Grúsk
    • FiskurinnNokkrir punktar um hegðun fisksins sem við erum að eltast við.
    • GreinaskrifGreinar og fréttir sem komið hafa fram á hinum og þessum miðlum á liðnum árum.
    • GræjurNokkrar greinar um veiðistangir, hönnun þeirra og eiginleika.
    • HnútarNokkrir góðir hnútar
    • HnýtingarÝmislegt sem tengist veiðiflugum, hnýtingu þeirra og hönnun.
    • Hnýtingarefni
    • KannanirÝmsar kannanir sem FOS.IS hefur gert meðal lesenda sinna, niðurstöður þeirra og hugleiðingar út frá þeim.
    • KasttækniAlltaf gott að rifja upp kasttæknina.
    • Lífríkið
    • Línur og taumarÝmislegt gagnlegt sem lýtur að flugulínum og taumum.
    • MaturNokkrar uppskriftir og umfjöllun um þann mat sem má gera sér úr aflanum.
    • Veiðiferðir
    • Veiðitækni
    • ÞankarÝmsir þankar og hugleiðingar
    • ÆtiðAllt sem fiskurinn leggur sér til munns.
  • Vötnin
  • Myndir
  • Töflur
    • AFTM
    • Alfræði
    • Byrjendur
    • Festingar
    • Fiskurinn
    • Flóðatafla
    • Hlutföll
    • Krókar
    • Kúlur & keilur
    • Lög og reglur
    • Taumar og flugur
    • Þráður
  • Tenglar

  • Sást‘ann?

    27. september 2013
    Veiðitækni

    Upp

    Forsíða

    Nei, ég sá bara ekki nokkurn skapaðan hlut svaraði ég þegar konan mín hrópaði á mig. Hún er reyndar með miklu flottari veiðigleraugu heldur en ég, svona græju með skiptanlegum linsum fyrir mismunandi birtuskilyrði og alles. Ég aftur á móti er bara með Poloroid clips á venjulegu gleraugun mín af því ég sé hvorki vel frá mér né nálægt mér, aldurinn sko.

    Annars hefði það nú væntanlega ekki skipt neitt rosalega miklu máli hefði ég verið með röntgen sjón eins og Superman. Við sjáum nefnilega sjaldnast fiskinn sjálfan þegar við skimum eftir honum í vatninu. Skuggarnir, flökt í vatni eða breytinga á straumkasti segir okkur miklu meira um það hvort fiskur sé á ferð heldur en að maður sjái hann sjálfan. Ég stend sjálfan mig að því að skima eftir fiski allt of ofarlega í vatnsbolnum. Það er oft sagt að maður eigi að líta sér nær, en í þessu tilfelli er vænlegra að líta sér fjær. Leyfðu augunum að sökkva til botns, þar liggja skuggar fisksins sem þú ert að leita að og þú átt miklu meiri séns að sjá skuggann heldur en fiskinn sjálfan.

    fos_skuggi

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Nú er fjör í bæ

    24. september 2013
    Fiskurinn

    Upp

    Forsíða

    Hrogn
    Hrogn

    Að hausti og snemma vetrar er fjör hjá urriðanum. Þetta tveimur vikum til mánuði áður en hann hrygnir stefnir hann á uppeldisstöðvar sínar, helst í straumvatni þar sem malabotninn getur fóstrað hrognin hans þar til þau klekjast og það sem meira er, meirihluti urriða hrygnir á nákvæmlega sama stað og þeir klöktust sjálfir. Þeir sem ekki hrygna á æskuslóðum sínum eru ekkert í verri málum því með því að breyta út af vananum tryggja þeir meiri blöndun erfðaefnis við aðra stofna/ættir og yfirleitt er viðkoma þessara fiska meiri en þeirra sem hrygna alltaf á sama stað.

    Einn lykillinn að farsælli hrygningu er að nægt súrefnisstreymi sé um hrognin á meðan þau liggja grafin í mölinni. Þetta gengur fiskurinn úr skugga um áður en hann hrygnir með því að grafa smá geil og einfaldlega leggjast þar og mæla súrefnisflæðið með eigin tálknum. Sumir veiðimenn hafa nefnt þennan undirbúning silungsins svo að hann sé að pússa hrygningarstöðvarnar. Þetta háttarlag fer ekki framhjá neinum sem svipast um eftir því. En þetta rót fisksins með mölina á botninum á sér einnig aðrar skýringar. Með því að róta smásteinum og möl fram og til baka, hreinsar fiskurinn fíngerð steinefni, óæskilegar pöddur og sveppi úr botnsetinu. Allt þetta getur orðið hrognunum að fjörtjóni og dregið úr viðkomu. Að sama skapi getur skyndileg breyting á botnsetinu eftir hrygningu orðið allri hrygningu að fjörtjóni. Síðbúnar haustrigningar sem skola með sér leir og mold niður í farveginn geta því útrýmt heilum árgangi áður en hann kemst á legg með því einu að setjast í hrygningarstöðvarnar. Þetta á við um allt tímabilið frá hrygningu og fram undir vorið þegar hrognin klekjast.

    En ekki hrygnir allur urriði í straumvatni. Séu aðstæður heppilegar, nálægur lækur, kaldavermsl eða uppsprettur á vatnsbotninum getur urriðinn einnig hrygnt í stöðuvatni. Skiptir þá jafn miklu fyrir hann eins og bleikjuna að sveiflur í vatnshæð séu í lágmarki frá hrygningu og þar til hrognin klekjast. Skyndilegt fall í vatnshæð getur orðið til þess að hrygningarstöðvar standa á þurru og þá er ekki að sökum að spyrja. Fyrir ekki alls löngu las ég að aukin þrýstingu í vatni samfara hækkuðu yfirborði getur einnig orðið hrognum að fjörtjóni fyrir svo utan það að með hækkandi vatnsborði er hætt við að straumur sem ber með sér súrefnisríkt vatn nái ekki lengur niður á það dýpi sem hrognin liggja á og þau kafna því áður en þau klekjast. Það er ekki að ósekju að stór hópur veiðimanna erlendis, sér í lagi í Norður Ameríku hefur skorið upp herör gegn miðlunarstíflum og tekist að fá fjölda þeirra rutt úr vegi og orðið þannig fiskistofnum til bjargar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Sorgarsaga

    15. ágúst 2013
    Lífríkið

    Upp

    Forsíða

    Það er sorgarsaga að segja frá, en á ferðum mínum í sumar hef ég sjaldan séð jafn mikið af rusli við hin ýmsu vötn okkar Íslendinga heldur en núna. Girnis- og taumaflækjur ásamt ýmsu öðru rusli sem menn hafa borið með sér á bakkana liggja víða eins og hráviði fyrir manna og dýra fótum.

    Samtýningur af bakkanum
    Samtýningur af bakkanum

    Það er haft eftir land- og veiðivörðum við Þingvallavatn að það hafi orðið mikil bylting í umgengni veiðimanna þar á bæ eftir fyrirmyndar samkomulag sem gert var þar um bætta umgengni veiðimanna sl. vor. Það væri óskandi að sú hugarfarsbreyting sem átti sér greinilega stað við Þingvelli hefði náð betur til annarra veiðistaða á Íslandi þetta sumar.

    Bjór- og gosdrykkjadósir, samlokupokar, tissjú og notaður salernispappír á bak við næsta stein er ekki óalgengt skraut annars fallegra veiðistaða og víða hefur þetta aukist verulega frá því sem áður var. Ég er ekki einn um þessa upplifun, fleiri veiðimenn hafa vakið máls á þessu við mig. Þetta er ekki aðeins til mikillar óprýði og rýrir verulega ánægju manns af útivist, heldur er þetta einnig stór hættulegt dýralífi við vötnin.

    Nýlega var ég við Hítarvatn á Mýrum þar sem ég gekk fram á himbrima þar sem hann húkti í flæðarmálinu með girni vafið um höfuð, háls og gogg þannig að hann gat enga björg sér veitt.

    Himmi frá Hítarvatni - Smellið fyrir stærri mynd
    Himmi frá Hítarvatni – Smellið fyrir stærri mynd

    Svo var af fuglinum dregið að ég gat án fyrirhafnar fangað hann í háf og klippt girnið utan af honum þannig að honum varð ekki frekar meint af.

    Dræsurnar sem ég náði að klippa af fuglinum voru væntanlega leifar gamallar festu í botni sem hafði slitnað, þó ekki víst þar sem svona girnisflækjur geta auðveldlega fokið út á vatnið og orðið sund- og vaðfuglum skeinuhættar.

    Afklippurnar
    Afklippurnar

    Það er virkilega þörf á víðtækari vitundarvakningu meðal veiði- og útivistarfólks um almenna kurteisi við náttúruna okkar. Hvaða stefnu sem menn hafa í náttúruvernd, já eða stefnuleysi, þá er ekkert sem breytir því að við eigum ekki náttúruna, hún er hluti af arfleið sem okkur ber að skila í sama ef ekki betra ástandi til barnanna okkar. Að launum fáum við að njóta hennar og nýta með skynsamlegum hætti.

    Vöðluvasinn
    Vöðluvasinn

    Ég hef áður haft orð á því að allt sem vil teljum nauðsynlegt að bera með okkur út í náttúruna, getum við einnig tekið með okkur heim. Þetta á ekki síst við um umbúðir og pappír sem sumir geta ekki verið án ef þeir skreppa afsíðis. Það er svo misjafnt hvað menn þurfa til þess að draga leifarnar með sér heim eða gæta þess að þær fjúki ekki ‚óvart‘ frá þeim. Sumum nægir vasinn á vöðlunum, aðrir þurfa heilu plastpokana, en eitt er víst, ef veiðimaður hefur þrótt til að bera eitthvað með sér á veiðistað ætti hann ekki að veiða svo lengi að hann skorti þrótt til að bera það sama með sér heim á leið.

    Netapokinn
    Netapokinn

    Sjálfur nota ég netapoka undir aflann, svona þegar hann gefst á annað borð, en eins og aflabrögðin hafa stundum verið í sumar hefur pokinn komið í aðrar en ekki síðri þarfir. Í pokann safna ég girnisflækjum, dósum og öðru drasli sem verður á vegi mínum og tæmi síðan í næsta rusladall, jafnvel þótt hann sé nokkra tugi km. í burtu. Það er ótrúlegt ruslið sem maður rekst á og hefur safnað þannig saman í sumar. Að vísu verð ég að játa að sumt týni ég ekki upp, þar á meðal er notaður salernispappír. Hann getur mamma þess sem notaði komið og sótt því stundum hef ég það á tilfinningunni að það sé það sem sumir bíði eftir að gerist. Sumir virðast aldrei vaxa upp úr því að mamma komi og taki til eftir þá.

    Veiðimenn, reynum nú að vaxa upp úr barndóminum og sýnum meiri ábyrgð og umhyggju fyrir náttúrunni. Sú móðir er frábrugðin okkar, það erum við sem þurfum að gæta hennar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Síðbúnar greinar

    30. júlí 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hafa tímaviltar greinar um hnýtingarefni verið að skjóta upp kollinum á síðustu vikum. Þessar greinar eru eftirreitur nokkurra greina um fjaðrir og hnýtingarefni sem hafa verið að færast aðeins til í birtingarröð, sumar heldur lengra inn í sumarið heldur en ég hefði viljað. Ástæða þessa er afskaplega einföld, þetta eru eftirreitur þeirra 50 greina sem ég skrifaði s.l. vor til að eiga fyrir sumarið. En nú er sarpurinn tæmdur og ekki afráðið hvenær regla kemst aftur á birtingar.

    Auðvitað geta lesendur flakkað um allar greinarnar um hnýtingarefni sem hafa verið að birtast á liðnum mánuðum, en hér eru þær í smá samantekt, svona til einföldunar. Hægt er að lesa hverja grein fyrir sig með því að smella á myndirnar.

    Fjöður
    Bygging fjaðra
    Fjaðrir á fugli
    Fjaðrir á fugli
    Stélfjaðrir
    Stélfjaðrir
    Hnakkafjaðrir
    Hnakkafjaðrir
    Vængfjaðrir
    Vængfjaðrir
    Söðulfjaðrir
    Söðulfjaðrir
    CDC
    Rassendafjaðrir
    Marabou
    Marabou
    Stíffanir
    Stíffanir
    Ull
    Ull
    Gler
    Gler
    Hár
    Hár
    Flís
    Flís
    Síðufjaðrir
    Síðufjaðrir
    Páfuglsfjaðrir
    Páfuglsfjaðrir
    fos_sokkabuxur
    Sokkabuxur
    Smelltu fyrir stærri mynd
    Teygjur
    Smelltu fyrir stærri mynd
    Latex
    fos_virar
    Jólaseríur
    Penslar
    Penslar
    Frönskukrydd
    Frönskukrydd

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Páfugl – Peacock

    27. júlí 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Ekki er hægt að týna til greinar um fjaðrir án þess að láta páfuglsfjaðra getið. Peacock herl stendur okkur silungsveiðimönnunum afskaplega nærri því höfðingi silungaflugnanna, sjálfur Peacock er gerður úr þeim.

    Þessar fíngerðu og viðkvæmu stélfjaðrir páfuglsins eru notaðar í búk á ótal gerðum flugna, vængi í þekktar straumflugur og sem fálmara eða skott á ótal púpum. Sérstæðir eiginleikar þessara fjaðra til að endurkasta ljósi í öllum regnbogans litum gefa þeim stórkostlega nýtingarmöguleika við fluguhnýtingar. Þessir eiginleikar gefa flugunum nýtt líf þegar þær skjótast um í vatninu og æra silunginn til töku.

    Gæði þessara fjaðra eru nokkuð misjöfn og ef þær eiga að styðja við væng straumflugu og njóta sín til fullnustu er eins gott að vandað sé til valsins því fjaðrir í miðlungs og lægri gæðaflokkum eru mjög viðkvæmar, brotna gjarnan og endurkasta litlu ljósi. Bestu fjaðrirnar eru þær sem eru næst ‚auganu‘ í páfuglsstélinu og eru því mjög eftirsóttar.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
  • Síðufjaðrir – flanks

    24. júlí 2013
    Hnýtingarefni

    Upp

    Forsíða

    Síðufjaðrir
    Síðufjaðrir

    Síðufjaðrir koma af svæðinu rétt undir væng fuglsins niður að kvið. Þessar fjaðrir hafa aukið vinsældir sínar jafnt og þétt og margir hnýtarar hafa vegna áferðar þeirra og eiginleika stórlega aukið notkun þeirra og þá sérstaklega í silungaflugur. Helst hafa menn sóst í fjaðrir andfugla enda margar þeirra þeim eiginleikum gæddar að hrinda vel frá sér vatni eins og þær koma af skepnunni.

    Bestu fjaðrirnar eru notaðar í þurrflugur og fíngerðar púpur, en þær stærri í votflugur og smærri straumflugur. Sumir hnýtarar ganga svo langt að segja að góð síðufjöður af önd sé lítið síðri en mun dýrari CDC fjöður og eru óhræddir við að skipta þeim inn fyrir CDC í þekktum flugum.

    Höfundur:

    Kristján Friðriksson
«Fyrri síða
1 … 100 101 102 103 104 … 153
Næsta síða»

FOS

Allur réttur áskilinn – © 2025 – Kristján Friðriksson

  • Facebook
  • Vimeo
  • Issuu
  • YouTube
  • Instagram
  • Senda skilaboð
  • Áskrift í tölvupósti
 

    • Gerast áskrifandi Subscribed
      • FOS
      • Join 176 other subscribers
      • Already have a WordPress.com account? Log in now.
      • FOS
      • Gerast áskrifandi Subscribed
      • Skrá mig
      • Innskráning
      • Report this content
      • Skoða vef í lesara
      • Manage subscriptions
      • Collapse this bar