Nýr matseðill

Með hækkandi meðalhita á Íslandi eykst fjölbreytileiki skordýra í náttúrunni. Sum þessara skordýra eru innflutt en aðrir eru innflytjendur upp á eigin spýtur. Það sem ég á við með þessu er að sum skordýr eru beinlínis fluttar inn í gámum af grænmeti, ávöxtum og svo því sem mörgum hrís hugur við; jarðvegi. Það er nefnilega fluttur inn töluverður massi af jarðvegi, já og sveppamassa sem í geta leynst egg og lirfur skordýra. Sum þessara skordýra eru ekki beint æskileg, hafa jafnvel valdið stórum skaða erlendis og við værum betur laus við. Má þar t.d. nefna Spánarsnigilinn sem hefur breytt úr sér nánast um allt land, garðeigendum til hryllingar. Innflytjendurnir eru aftur þeir sem berast hingað með vindum frá nálægum löndum og ekkert við því að gera. En ekki eru öll skordýr til ama. Sum þessara skordýra lenda á matseðli silungsins og því ættu þau einnig að lenda á gátlista okkar veiðimannanna. Enn sem komið er hefur stór innrás silungafæðu ekki birst hér á Íslandi, en þess getur vart verið langt að bíða ef fram fer sem horfir og við ættum að vera á tánum og vakandi fyrir nýjungum í fluguhnýtingum. Meðal áhugaverðra nýbúa á Íslandi er t.d. smávaxið fiðrildi, Birkikemba sem verðu lítið stærra en 5 mm að lengd og svo frændi hennar Birkifetinn sem getur orðið þrisvar sinnum stærri eða allt að 1,5 sm. Í sumar sem leið varð ég vitni að því þegar Birkifeti flæktist undan vindi út á Hlíðarvatn í Selvogi, bleikjunni eflaust til bragðbætis við allt mýið. Ég efast um að margir veiðimenn hér á landi eigi eftirlíkingu af Birkifeta í þurrfluguboxinu sínu.

Birkifeti
Birkifeti

Áhugavert efni um nýjar tegundir á Íslandi má finna á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com