Flýtileiðir

Skolað

Þegar ekkert er að gerast á hinum enda línunnar verður maður að taka sig saman í andlitinu og leita skýringa. Ein nærtækasta ástæða gæftaleysis er röng fluga. Þá er ekkert annað að gera en skima eftir því sem er náttúrulega á ferli, já eða ekki lengur á ferli.

Skolað fæði
Skolað fæði

Í flæðarmálinu leynast ýmsar vísbendingar um það sem fiskurinn er að éta í það og það skiptið. Myndina hér að ofan tók í við veiðivatn hér í sumar, skömmu eftir að þokkalegur stormur hafði gengið yfir. Fersk fæða lá þar í hrönnum eftir að hafa skolað á land. Frá vinstri; þrjár tegundir snigla, vatnarækja og seiði. Til að gefa smá vísbendingu um stærð, þá var seiðið rétt um 3 sm að lengd.

En étur silungurinn þetta allt? Í þessu tilfelli er uppistaða fiskjar í þessu vatni bleikja. Ég hef svo sem ekki rekist á snigla í bleikju hingað til en þar með er ekki sagt að hún éti þá ekki. Þeir eru lindýr og leysast því mjög hratt upp í meltingarvegi fisksins. Ég hef það fyrir satt að Tékkar noti ákveðnar púpur vegna þess að þær líkjast svo mikið ákveðnum sniglum sem falla af bökkum lækja í vatnið. Því miður tókst mér ekki að finna mynd af umræddri púpu, en hún var alls ekki ósvipuð fyrstu tveimur sniglunum.

Ég treysti mér ekki til að greina rækjuna á myndinni en fundarstaður hennar (vatnið) liggur að sjó og því ekki útilokað að rækjur slæðist inn í vatnið á stórstreymi. Þarna hefði geta komið sér vel að eiga appelsínugula marfló eins og margir nota í Hraunsfirðinum.

Þó ég hafi hér aðeins smá sýnishorn þess sem ég fann í flæðarmálinu, þá var umfang snigla og seiða mjög mikið og greinilega ekki fæðuskortur á þessum slóðum.

Eitt svar við “Skolað”

  1. Urriði Avatar
    Urriði

    Þetta er nú bara venjulegt hornsíli en ekki seiði. Ekki að það skipti miklu máli, stórar bleikjur eða urriðar eru ekki að velta svoleiðis smáatriðum fyrir sér.

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com