Gróðurbakkinn

Ég ætla að ljóstra upp smá leyndarmáli, ekki alveg en næstum því. Eitt af uppáhalds vötnunum mínum er undir þann klafa sett að vatnsborðið getur rokkað allrosalega milli árstíða. Almennt er þetta ekki heppilegt fyrir lífríkið, fiskurinn verður nokkuð áttaviltur þegar kemur að hrygningu, sérstaklega ef sveiflur í vatnsborði eru ekki árstíðabundnar.

Gróðurbakki
Gróðurbakki

En aftur að þessu vatni mínu. Vatnsborðið á vanda til að falla verulega yfir sumarið og þá kemur oft allt annað landslag á botninum í ljós. Sólarljósið nær betur niður í vatnsbolinn og gróður tekur við sér á stöðum sem annars eru snauðir að vetri eða vori. Einn svona staður í vatninu er meirihluta ársins langt úti í dýpinu og ég hef prófað að vaða í kastfæri við þennan stað þegar þannig stendur á, sökkt púpum vel niður, skannað svæðið kerfisbundið án þess að verða nokkurn tíma var við líf á þessum slóðum. Eina sem ég hef haft upp úr krafsinu eru visnaðar gróðurleyfar og rætur. Þegar aftur vatnsborðið lækkar, þá færist fjör í leikinn. Um leið og sólarljósið kemst að þessum gróðri tekur hann við sér og skömmu síðar tekur fiskurinn sér bólfestu í grend. Svona staði er að finna víða í vötnum og um að gera fyrir veiðimenn að heimsækja vötnin á mismunandi árstímum. Þar sem allt er dautt að vori, getur verið fjör að hausti.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.