Taumur
Taumur

Þær eru margar sögurnar sem sagðar eru af ‚sérstaklega taumstyggum‘ fiski í þessu eða hinu vatninu. Sumt af þessu á fyllilega rétt á sér, annað er beinlínis í ætt við þjóðsögur. Mér finnst stundum eins og brugðið hefur verið út af einu versi og það orðið að heilli predikun. Mín reynsla er einfaldlega sú að það er tærleiki vatnsins sem segir meira til um taumstyggð heldur en fiskurinn sjálfur. Það er í raun ekkert svo mikill munur á bleikju sem þrífst í Elliðavatni eða Vífilsstaðavatni. Samt er aldrei talað um taumstygga bleikju undir Vífilsstaðahlíðinni. Ætli skýringanna sé ekki frekar að leita í tærleika vatnsins heldur en bleikjunni sjálfri. Enn hef ég ekki brotið þann múr sem bleikja í Elliðavatni hefur reist á milli okkar. Sem sagt, ég hef aðeins náð urriða í vatninu, aldrei bleikju, þannig að ég ætla að styðjast við annað dæmi; Úlfljótsvatn inn af Steingrímsstöð. Þar hef ég tekið töluvert af bleikju á s.k. Veiðitanga í gegnum tíðina. Þegar ég nefndi þennan veiðistað hváði einn veiðimaður við og spurði hvernig í andsk…. mér hefði tekist það. Hann hefði alltaf talið að bleikjan í Úlfljótsvatni væri svo rosalega taumstygg á þessum slóðum. Ég varð nú að játa að ég hafði bara aldrei heyrt þetta og sagði þessum ágæta manni að ég notaði yfirleitt nokkuð langan taum, frammjókkandi niður í c.a. 3X á þessum slóðum þegar bjart væri yfir. Ég leyfði mér að bæta við að ég kastaði frekar knappt til að byrja með út frá tanganum, lengdi síðan smátt og smátt í köstunum þar til ég næði fram af kantinum til austurs eða norðurs. Ef vindátt stæði aftur á móti upp á tangann væri ég með þyngri flugu sem kallaði á aðeins sverari taum, kannski svona 1X eða 2X og svolítið styttri. Ég fengi alveg eins fisk undir þeim kringumstæðum eins og á björtum degi með grennri taum.

Hversu oft ætli þjóðsögurnar verði til þess að við festumst í einhverri aðferð sem á e.t.v. ekkert alltaf við?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.